Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 106
Tímarit Máls og menningar
— ríkidæmi sem fyrir löngu er orðið að einskærri falsmynd. Það eru for-
réttindi fasismans að vænta endurnýjunar í anda slíkra persónuleika og
slíkra verka, og í því sambandi eru dregnar fram í dagsljósið heimskulegar
staðhæfingar, eins og sú sem Gúnther Grúndel notar sem punktinn yfir i-
ið í bókmenntadálki sínum í „Köllun ungu kynslóðarinnar“: „Við getum
ekki lokið þessu yfirliti og framtíðarspá betur en með því að benda á að enn
eru „Wilhelm Meister“ og „Grúne Heinrich“1? okkar kynslóðar óskrifaðir."
Höfundi sem hefur gert sér fulla grein fyrir skilyrðum nútímaframleiðslu
er ekkert fjær í huga en að búast við eða óska eftir slíkum verkum. Starf
hans beinist aldrei einvörðungu að afurðum, heldur ætíð um leið að fram-
leiðslutækjunum. M. ö. o. afurðir hans verða til viðbótar við eðli sitt sem
listaverk að gegna skipulagningarhlutverki — og það er raunar mikil-
vægasti þáttur þess. Og nytsemi þessa skipulagningarhlutverks er alls ekki
bundin við áróður. Hneigðin ein nægir ekki. Sá snjalli Lichtenberg18 sagði:
það skiptir ekki máli hvaða skoðanir maður hefur, heldur hvað þessar
skoðanir gera úr manni. — Nú skipta skoðanir að vísu miklu máli, en bestu
skoðanir koma að litlu haldi ef þær gera ekkert nytsamlegt úr þeim sem
þær hafa. Besta hneigð er fölsk ef hún veitir ekki vísbendingu um þá
hegðun sem þarf að fylgja henni. Og rithöfundurinn getur bara gefið
vísbendingu um slíka hegðun í því sem hann gerir: þ. e. a. s. í skrifum
sínum. Hneigðin er nauðsynleg, en þó aldrei nægileg ein og sér til að verkin
geti haft skipulagningarhlutverki að gegna. Til þess þarf rithöfundurinn
líka að leiðbeina og kenna. Og sú krafa er nú brýnni en nokkru sinni.
Höfundur, sem kennir rithöfundunum ekkert, kennir engum neitt. Aðalat-
riðið er sem sagt að framleiðslan sé í eðli sínu eins og líkan, sem í fyrsta lagi
leiðbeinir öðrum framleiðendum við iðju sína, og í öðru lagi færir þeim
endurbætt framleiðslutæki upp í hendur. Og þetta tæki er því fullkomnara
sem það færir fleiri neytendur nær framleiðslunni, gerir í stuttu máli sagt
lesendur og áhorfendur að þátttakendum. Við búum nú þegar yfir slíku
líkani sem ég get að vísu aðeins fjallað hér um í stórum dráttum. Það er
epískt leikhús Brechts.
Stöðugt eru skrifaðir harmleikir og óperur sem virðast byggja á gamalli
reynslu og háþróaðri sviðstækni, en gera í raun og veru ekki annað en
varðveita úrelta tækni. „Þessi útbreiddi skilningsskortur tónlistarfólks,
rithöfunda og gagnrýnenda á stöðu sinni," segir Brecht, „dregur langan
slóða, og honum er ailtof lítill gaumur gefinn. Því með því að vaða í þeirri
villu að þetta fólk ráði yfir framleiðslutæki sem í raun og veru ræður yfir
því sjálfu, stendur það vörð um verkfæri sem það ræður ekkert við og sem
ekki er lengur tæki framleiðendanna sjálfra, eins og það ímyndar sér,
heldur beinist gegn þeim.“ Leikhús með flóknum tækjabúnaði, sæg að-
472