Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 110
Tímarit Máls og menningar framleiðsluferlinu? Hefur hann tillögur um endurskipulagningu skáldsög- unnar, leikritsins, ljóðsins? Því betur sem honum tekst að haga starfi sínu í anda þessara markmiða, þeim mun réttari verður hneigð verka hans, auk þess sem tæknileg gæði verða óhjákvæmilega meiri. Og á hinn bóginn: því nákvæmari skil sem hann veit á stöðu sinni í framleiðsluferlinu, þeim mun síður dettur honum í hug að líta á sig sem „andans mann“. Andinn sem talar í nafni fasismans verbur að hverfa. Andinn sem ræðst gegn honum fullur trúar á eigin kynngikraft mun hverfa. Því byltingarbarátta er ekki háð milli kapítalismans og andans, heldur milli kapítalismans og verkalýðsins. Árm Óskarsson þýddi. Skýringar og athugasemdir. 1. Um Georg Lukács og kenningar hans sjá grein Vésteins Lúðvíkssonar, „Georg Lukács og hnignun raunsæisins“, TMM 31. árg. (1970), bls. 206—268. 2. Tónskáldið Hanns Eisler (1898—1962) var samstarfsmaður Brechts og samdi fjölda kunnra baráttusöngva sem enn lifa góðu lífi. Hann skrifaði auk þess margt fræðilegs eðlis um tónlist. 3. Walter Benjamin: „Listaverkið á tíma fjöldaframleiðslu sinnar", Svart á hvítu 3. tbl. 2. árg. (1978), bls. 50-60. 4. Hans Magnus Enzensberger: „Drög að fjölmiðlafræðum", Svart á hvítu 1. tbl. 3. árg. (1979), bls. 49-62. 5. Sergei Tretjakov (1892—1939?) tilheyrði svonefndum LEF-hópi rithöfunda og gagnrýnenda í Sovétríkjunum á þriðja áratugnum. I honum voru m. a. skáldið Majakovski, gagnrýnandinn Victor Sklovski o. fl. LEF-hópurinn gerði harða hríð að hefðbundnum bókmenntaformum og hélt uppi vörn fyrir tilraunastarf- semi í byltingarsinnuðum skáldskap. Tretjakov, sem var góðvinur Brechts, kom til Berlínar árið 1931, hélt fyrirlestra og hafði víðtæk áhrif meðal ýmissa vinstri sinnaðra rithöfunda í Þýskalandi. Hann var handtekinn árið 1937 og er ekki vitað nákvæmlega um dánardægur hans. Löngu síðar varð hann ein af fyrirmyndum pólitíska uppljóstrarans Gúnthers Wallraff, eins og lesa má um í grein Halldórs Guðmundssonar, „Bókmenntir gegn gulri pressu“, TMM 2, 1981, bls. 165-190. 6. Með fölsunum er átt við verk, þar sem tilgreindur er rangur höfundur eða útgáfutími í þeim tilgangi að villa um fyrir lesendum. 7. Þ. e. Benjamin sjálfur. Sjá Schriften, Frankfurt/Main, 1955, I. bindi, bls. 384. 8. Aktívisminn var bókmenntahreyfing sem Kurt Hiller hleypti af stokkunum árið 1915. Nýja staðreyndastefnan (Neue Sachlichkeit) var stefna sem til varð í kringum 1925, snerist öndverð gegn expressionismanum, en vildi snúa sér beint að hluttækum veruleika án huglægrar íhlutunar. 476
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.