Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 8
Tímarit Máls og menningar sækins barnaleikhúss. Að því leytinu til er grein hans áhugaverð og bráðþörf inn í þá lognmollu eða öilu heldur allsherjarþögn, sem ríkir kringum leiklistarmál í þessu landi. Fólk virðist nefnilega hafa meiri áhuga á því, hvort einhver leikari neiti að leika nakinn, eða hvort þjóðleikhússtjóri stundi njósnir um samstarfsfólk sitt, heldur en að reyna að skýra og skilgreina þörfina og markmiðin með uppfærslu leikverka og starfrækslu leikhúsa. Sú umfjöllun sem Thomas hefur nú hafið, er þó ekki ný af nálinni. Hún hefur fylgt sósíalískri menningarmálaumræðu frá upphafi. Þannig má greinilega sjá hlið- stæðu skrifa hans við hugmyndir og viðhorf, sem áttu upp á pallborðið í skoðanabaráttu sósíalista um raunsæisstefnu í bókmenntum og Iistum, sem margir telja að hafi náð hámarki sínu með umræðu Luckasar og Brechts á 4. áratugnum. Umræðan sem fór fram þá, náði einnig til barnamenningar. Forvígismenn sovéska barnaleikhússins skiptust í andstæðar fylkingar eftir afstöðu sinni til þess efniviðar, sem nota ætti í leiksýningum fyrir börn. Annars vegar þá, sem vildu búa til barnaleikhús, sem sótti efnivið sinn og innihald beint í forðabúr raunveruleikans eins og hann var þá, (það vill Thomas líka). Hinsvegar þá, sem kusu að vinna úr og velja efni úr menningararfleifðinni, þ. e. bókmenntum sem ætlaðar voru börnum, s. s. sagnir og ævintýri. Þeir töldu að slíkt efni ætti fyllilega rétt á sér, þrátt fyrir breyttar þjóðfélagsaðstæður. Þeir urðu síðan að láta í minni pokann í þessum deilum. I ályktun frá stofnendum barnaleikhússins í Krasnodar árið 1920 segir: Við höfum vísvitandi valið sagnaformið í öllum okkar sýningum, þar sem það veitir meira frelsi í myndvali en myndir hversdagsleikans. Sagnir birta okkur oft víðari heimssýn og fela í sér möguleikann á að gera hugmyndum og óhlutstæðum hugtökum skil með táknum. Einn af brautryðjendum TlUZ-leikhúsanna' Alexander Briantsev (dáinn 1961) gerði sér fljótt grein fyrir að börn byltingarinnar í Rússlandi höfðu margvíslegar nýjar þarfir, sem koma yrði til móts við með öðru en hreinu hugarflugi og ímyndun- arafli. Hann áleit, að þau þyrftu á leikritum að halda sem spegluðu að einhverju leyti hversdagsleg vandamál þeirra og sem einnig gætu bent þeim á einhverjar úrlausnir. Hann stuðlaði að því að sett voru á svið leikrit, sem tengdust þessum hugmyndum, hið fyrsta árið 1925. Það hét Timoshkinsnáman og var eftir L. Makariev. Það gerðist í námubæ í borgarastyrjöldinni og aðalhetja verksins var ungur sonur eins námu- verkamannsins. Félagslegt raunsæi var orðið að staðreynd og deilurnar milli áhangenda þess og hins „fagurfræðilega" barnaleikhúss hófust. Samskonar viðhorfa hefur síðan gætt hvað eftir annað í umræðunni um hlutverk og stefnu barnaleikhúss í nágrannalöndum okkar og víðar, síðan nýja, vinstri sinnaða leikhúsið varð til eftir 1968. Á fyrstu árum þess fór fram allsherjar fordæming og niðurrif á öllu því sem borgaralegt barnaleikhús hafði boðið upp á og andskotuðust þessir framsæknu alþýðusinnar og barnavinir hvað mest út í þjóð- söguna og ævintýrið, sem þeir afgreiddu sem boðbera argasta afturhalds. Andsvar þeirra við borgaralegheitunum var gallabuxna- og samfestingaleikhúsið með ölköss- unum og klipptum og skornum sýnishornum úr hinum hryllilega kapítalíska neysluveruleika barnanna sjálfra, þar sem vandamálin voru afgreidd á færibandi með 1 Atvinnuleikhús með fullorðnum leikurum, sem eingöngu framleiðir leiksýningar fyrir börn og unglinga. 502
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.