Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 9
Adrepur sósíalismann sem lausn. Lisiin varð að mestu óþörf og í reynd var búin til ósættanleg móthverfa milli hennar og uppeldislegs/pólitísks hlutverks barnaleikhússins. En ekki var hægt að tyggja sömu tugguna úr forðabúri raunveruleikans ár eftir ár. Aðstandendur nýja barnaleikhússins fengu aukið innsæi í líf barnanna sjálfra, sögu þeirra og menningu. Þeir hófu þjáningarfullt endurmat, uppgjör við hið frasakennda pólitíska leikhús 1968-kynslóðarinnar. Vinstri róttæknin, barnasjúkdómurinn ægi- legi, vék fyrir nýjum kröfum um sameiningu raunsæis og listsköpunar. Þetta sama fólk tók sig margt til og gaumgæfði rækilega þá menningararfleifð og þá sögu sem tilheyrir börnum í formi ýmiss konar sagna, ævintýra, þulna o. s. frv. Með því var ekki sagt skilið við raunsæisstefnu í barnaleikhúsi, heldur viðurkennt að veruleiki barna náði lengra en til ytra borðs raunveruleikans. I þessu fólst viðurkenning á barninu sem tilfinningaveru og tilfinningalíf þess var tekið alvarlega. I stað afneitun- ar og fordæmingar á notagildi þessara bókmenntaforma, hófst alvarleg krufning og úrvinnsla á efni af þessu tagi, sem þótti nothæft á sviði. Reynt var að tengja innihald þessa efnis þeim þörfum sem börnin höfðu sem áhorfendur dagsins í dag. Per Lysander, einn af forkólfum og höfundum margra leikrita Unga-Klara barnaleik- hússins í Stokkhólmi, sem nú hefur starfað um 7 ára skeið, hefur eftirfarandi um þetta að segja: „Þjóðsögur og ævintýri eru að sjálfsögðu einhver mikilvægasti hlutinn af menningararfleifð barna. Frásagnarform þeirra á það sameiginlegt með því besta sem tilheyrir barnamenningu, að það gefur börnunum tæki til þess að greiða úr óvæntri innri togstreitu. Hin gelda móthverfa milli meðvitaðs barnaleikhúss og þess, sem byggir á hugmyndaflugi og ímyndunarafli, sem kvartað var undan allt frá fyrstu dögum nýja barnaleikhússins, fékk allt í einu nýja merkingu. Hugmyndaflug og ímyndunarafl þurfti ekki endilega að þýða vsruleikaflótti, heldur aðferð til þess að vinna úr vandamálum raunveru- leikans". (Barnteater, fyra ir med Unga Klara, Stockholm 1979, bls. 11). Þessi orð Lysanders eru vissulega skrifuð undir áhrifum frá Bruno Bettelheim og bók hans „The Uses of Enchantment“, sem fjallar um sálrænt gildi ævintýra fyrir börn. Sú bók varð til að hrista ærlega upp í aðstandendum barnaleikhússins a. m. k. í Svíþjóð. Því miður virðist Thomasi hafa láðst að skilja kenningar hans, eða hann afneitar þeim alveg: Margt nútímafólk hafnar ævintýrunum því miður, og gerir það með rökum sem eiga alls ekki við hér. Ef við lítum á ævintýrin sem jýsingar á veruleikan- um, þá eru þau vissulega alveg hroðaleg, — gimm, kvalasjúk og hver veit hvað. En ef við lítum á þau sem tákn þess sem gerist í sálardjúpunum, þá eru þau dagsönn. (B. Bettelheim, The Uses of Enchantment bls 155. Hér tekið úr bók Silju Aðalsteinsdóttur, ísl. barnabækur 1780—1979 bls. 71) Það er rík tilhneiging hjá mörgum vinstrisinnum að horfa fram hjá tilfinningalífi barna og líta á þau fyrst og fremst sem vitsmunaverur. Það réttlætir jafnframt þá mötun á „réttri" þjóðfélagssýn, sem þeir stunda gagnvart börnum. Ég tel að Thomasi hafi orðið á ansi stórt glappaskot þegar honum sást yfir ekki aðeins sálfræðilegt, heldur einnig sögulegt og félagslegt notagildi áðurnefndra Framh. á bls. 623 503
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.