Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 34
Tímarit Máls og menningar á milli þeirra og sá síðarnefndi sé öllu hástemmdari í orðavali. Löwenthal hafði reyndar lesið fyrirlestra Brandesar og margt af þeim lært, hann taldi sig vera að halda áfram verki róttækra borgaralegra gagnrýnenda 19. aldar. Vafasamt er að vísu að kalla Brandes lýðræðissinna í nútímamerkingu þess orðs, og hann var lítill jafnaðarmaður, en hann var harðvítugur andstæð- ingur afturhaldsafla samtímans og mikill baráttumaður fyrir frelsi einstakl- ingsins, og hann gerði sér aðrar hugmyndir um inntak þeirra orða en Friedman og frændur hans. Túlkun Löwenthals á Námsárunum er líka áþekk skilningi Brandesar. Brandes segir: Þá er það Wilhelm Meister, persónugervingur hins mannlega þroska, sem gengur í skóla lífsins, verður lærlingur og síðar meistari. Hann byrjar á því að elta hugsjónirnar og flýja frá lífinu, en finnur að lokum hugsjónina í veruleikanum, uns þetta tvennt verður eitt fyrir honum.8 Vandinn er sá að Vilhjálmur Meister sættist við félagslegan veruleika, sem í meginatriðum er sá sami og Werther reis gegn. Hann stendur að dómi Löwenthals á mörkum sáttar og andmæla, snýr sér í fyrstu fullur leiða frá þurrkulegum bókhaldsheimi verslunarinnar að ævintýralegum gerviheimi leikhússins, en hverfur frá honum aftur á vit „raunveruleikans“, hjónabands og borgaralegra starfa. Goethe vildi halda fast við hugsýn ítölsku endurreisnarinnar að maður- inn gæti skapað heiminn að nýju með athöfnum sínum, og þess vegna taldi Lukács hann „framsækinn“ höfund. Brandes og Löwenthal voru krítískari út frá spurningunni um hvort slík nýsköpun væri möguleg á forsendum þess sama samfélags og Goethe hafði fordæmt eftirminnilega í Þjáningum Werthers. Hvers vegna er þessi munur á afstöðu þeirra og Lukácsar? Það væri fráleitt að halda að Lukács hefði ekki komið auga á hvernig viðhorf Goethes breyttist. Skýringuna er að finna í þróun Lukácsar sjálfs. Goethe, Weimar og Stalín Það getur varla þá kreppu í sögu mannkyns síðan að menn hafi ekki spurt sig: er slík nýsköpun möguleg, geta yfirleitt orðið raunverulegar framfarir í þágu alls mannkyns? Lukács var mjög upptekinn af þessari spurningu löngu áður en hann snerist til marxisma fyrstu viku desembers 1918; hann átti sér útgangspunkt í ungverskum bókmenntum, þýskri rómantík og félagsfræði Webers, og kannski skrifaði hann merkustu heimspekiritgerðir sínar, safnið Sögu og stéttarvitund, á fyrstu marxísku árum sínum meðan 528
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.