Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar stund þær aðstæður sem þrúga margt ágætt fólk alla ævi.“ (sama stað s.154). Vilhjálmur á að verða að sönnum manni sem sameinar hin æðstu andlegu verðmæti og verðugt starf á jörðu niðri — og á þessum tíma voru það einna helst aðalsmenn og ríkir borgarar sem höfðu ef ekki áhuga þá að minnsta kosti efni á slíkum lúxus. Vilhjálmi er eins og fleirum hugleikið að yfirvinna tvíhyggjuna milli líkama og anda; þess vegna liggur hann yfir Shakespeare meðan hann starfar með leikhúsinu, því í verkum hans er saman komið hið hæsta og lægsta í mannlegu lífi. Fulltrúar þessarar móthverfu í Námsárunum eru tvær konur. Annars vegar er sú sem kölluð er hin „fagra sál“. I 6. hluta bókarinnar eru játningar hennar sem sýna að hún hefur alveg hafnað jarðneskum þörfum á leið sinni til guðs — þær lýsingar eru ekki fríar við íróníu af hálfu höfundar, sem var nautnabelgur í sér. Hins vegar leikkonan Philine, sem er uppfull ef erótík og reynir að draga Vilhjálm á tálar (sbr. söng hennar „hverjum degi fylgir einhver plága, nautn fylgir hverri nótt“). Vilhjálmur á sér þann draum að geta sameinað þetta hvort tveggja, og giftist að lokum konu sem virðist búa yfir þessum eiginleikum báðum, enda ákaflega óraunveruleg persóna í bókinni. Menn geta sagt í anda Lukácsar að hugsjón Goethes um manninn hafi verið ,framsækin‘ á þessum tíma, og má vel vera rétt. En sé Námsárum Vilhjálms hrósað fyrir að boða hugsjón húmanismans er jafnframt ástæða til að benda á að sú hugsjón ber í bókinni ennþá sterkan svip af lénsveldi. Goethe stendur alla sína ævi á mörkum tveggja heima, og vill hafa það besta með úr báðum. Einsog fram kom í tilvitnun hér að ofan, fer best á því að sá maður sé laus við áhyggjur af sínu daglega brauði, sem vill ná hinum sanna þroska. Með orðum þýska bókmenntafræðingsins Peters Búrgers: „Ef menn trúa því að maðurinn verði að losna frá borgaralegum vinnuskyldum ef hann á að þroskast vel andlega, þá leiðir sú trú eðlilega til þess að menn mikla og fegra fyrir sér lífsætti aðalsins."20 Það tengist aftur aðstæðum rithöfunda við lok 18. aldar, þ. e. í þessu tilviki stöðu Goethes sem borgaralegs menntamanns við hirðina í litlu furstadæmi. Hirðirnar, „bók- menntastofnun" þess tíma, eiga í kreppu andspænis framrás hins borgaralega þjóðfélags. Mörgum menningarlegum furstum og „mesenum“, velgerðar- mönnum lista, verður annt um að sanna tilverurétt sinn á hinu andlega sviði. Þeir fara að líta hlutverk skálda nýjum augum: meginstarf þeirra er ekki lengur að skemmta verndurum sínum og syngja þeim lof og prís, heldur eiga þau að vera nokkurs konar uppalendur mannfólksins (þ. e. þau skáld sem enn voru við hirðina og ekki köstuðu sér út í samkeppnina á ört vaxandi bókamarkaði). A þennan hátt tengdust lénsveldið og þroskahugsjón borg- aralegs húmanisma í Þýskalandi Vilhjálms meistara. 534
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.