Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 101
um nútímans hafa verið mótaðar flóknar fræðikenningar um heiminn sem eru handan þess sem við getum gert okkur ljóst á grundvelli hversdagslegrar reynslu. Nú efast fæstir um að vísindin lýsi hlutveruleikanum sjálfum og geri einnig grein fyrir veruleika mannsins í heiminum. Sjálfsvitund manna virðist þannig vera eitt andartak í framvindu hlutveruleika sem engin tök eru á að skilja nema í ljósi fræðikenninga sem eru með öllu handan reynslu okkar af sjálf- um okkur og heiminum. Hvernig má þetta vera? Hvernig stendur á því að í menningu okkar og vísindum hefur myndast slík gjá milli hlutveruleikans annars vegar og hugveruleika manns hins vegar? Er þessi gjá raunveruleg eða höfum við búið hana til? Og ef um tilbúning okkar er að ræða, hvað hefur hann í för með sér og af hverju stafar hann? Merkir hann að okkur hafi skjátl- ast í grundvallaratriðum um hlutdeild okkar í mótun heimsins? Nú geta vísindin sjálf ekki greitt úr þessum vanda. Þau fást við að afla þekk- ingar á einstökum sviðum hlutveru- leikans eða á einstökum lögmálum sem fyrirbærin lúta. Vandinn sem við er að etja ræðst hins vegar af því hvaða skiln- ing beri að leggja í veruleikann í heild. Við hljótum þó, er við reynum að móta heimsskilning okkar og lífssýn, að taka mið af öllu sem vísindin fræða okkur um veruleikann. Brynjólfur vill því móta heimspeki sem tekur fullt tillit til raunvísinda og er í samræmi við forsend- ur þeirra og niðurstöður. Þannig ræðir hann í fyrstu köflunum í Heimur rúms og tíma um kenningar eðlisfræðinga um tíma og rúm og fjallar síðan um einstök fræðileg álitamál. Af þessum athugunum sínum dregur hann síðan ályktanir varð- andi þann skilning á veruleikanum sem Umsagnir um bakur hann telur að vísindi séu reist á: Að heimurinn sé lögbundin heild þar sem allir hlutir og atburðir — í fortíð, nútíð og framtíð — eigi sér sinn sess í órofa tengslum við allt annað í veruleikanum. 116. kafla bókarinnar, hinum lengsta og viðamesta, verður vandinn sá að tengja þennan skilning á hlutveruleikan- um við skilning mannsins á sjálfum sér sem frjálsum og ábyrgum geranda er tekur virkan þátt í að móta heiminn. Um þetta efni hefur Brynjólfur víða fjallað áður í ritum sínum, ekki síst í Lögmdl og frelsi. Vandinn sem Brynjólfur glímir við er í einfaldaðri mynd þessi: (1) Ef maður- inn getur þekkt heiminn og tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á gang mála í heiminum, þá hljótum við að gera ráð fyrir því að veruleikinn sé löggengur; (2) Ef við föllumst á að veruleikinn allur sé löggengur, þá leiðir af því að allir at- burðir í fortíð, nútíð og framtíð séu jafnraunverulegir, og að reynslan mín, á þessu andartaki, sé jafngild öllum öðr- um stundum í veruleikanum í fortíð og framtíð; (3) Hvernig er þá hugsanlegt að við, ég og þú, höfum raunverulega áhrif á gang mála í heiminum, eða með orða- lagi Brynjólfs sjálfs: Hvernig fær „hlut- deild mannsins í sköpunarverkinu . . . samrýmst þeirri niðurstöðu, að framtíð- in sem hann á sinn þátt í að skapa, sé eigi að síður veruleiki á þessari stundu og allar stundir"? (bls. 234). Eða svo vandinn sé orðaður í enn einfaldari mynd: Hvernig er hægt að samræma sýn til veruleikans undir sjónarhorni eilífðarinnar og sýn til veru- leikans undir sjónarhorni líðandi stund- ar? Hvernig má sætta eilífðina og sjálfið? Er eilífðin nokkuð annað en sú blekking sjálfsins að andartak þess vari alla tíð? Eða öfugt: er sjálfið nokkuð annað en 595
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.