Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 103
sjálfu sér“ blekkjandi á sama hátt og það er blekkjandi að tala um „algildan sann- leika" sem við vitum ekkert um. Ef þessar athugasemdir eru við hæfi, þá kann að virðast sem forsendur þær, sem Brynjólfur byggir á, stangist á við niðurstöðuna sem hann vill ná fram. Vel má vera að svo sé. I ritum sínum leggur Brynjólfur einmitt áherslu á að rökræða af alvöru viðbárur og athugasemdir af þessu tagi. Fyrirfram eru engin gild svör gefin við þeirri spurningu hver sé hlutur mannsins í heiminum og þess vegna skiptir viðleitnin sjálf til að botna í veru- leikanum öllu máli. Og þess vegna eru rit Brynjólfs Bjarnasonar ómetanlegt framlag til íslenskra bókmennta og umræðu um ævintýrið að vera til og vita af því. II Samanburður ólíkra heimspekinga kann ævinlega að orka tvímælis. Heim- spekikenningar eru ekki fyrirbæri sem unnt er að stilla upp hlið við hlið o| skoða utan frá hvernig fari saman. I samanburði á ólíkum heimspekikenn- ingum verður að gera ráð fyrir því að unnt sé að finna þeim sameiginlegt viðfangsefni. En vandinn er að afmarka slíkt efni, því að í heimspeki eru viðfangs- efnin ekki gefin fyrirfram. Oll heimspeki afmarkar með sínum sérstaka hœtti efnið sem til umræðu hefur verið í heimspeki í 2500 ár: veruleikann sjálfan. Veruleikinn er í vissum skilningi ó- ræður: Um leið og farið er að ræða um hann er búið að afmarka hann með ein- hverjum hætti, leggja í hann ákveðinn skilning. Heimspekin fjallar því um margvíslegan skilning manna á veruleik- anum og leitast við að ígrunda hann, leggja grunn að réttum skilningi á veru- leikanum í heild. Umsagnir um brekur Hér er mikilvægt að átta sig á einum einföldum greinarmun: Það er hugsan- legt að öðlast réttan skilning á veru- leikann, en það jafngildir ekki því að hafa öðlast tœmandi skilning á honum. Engri heimspeki má ætla þá dul að veita tæmandi skilning á heiminum: Hún á aðeins að grundvalla réttan skilning og hrekja rangan. En ef tæmandi skilningur er óhugsandi, þá er jafnframt óhugsandi að til sé aðeins einn og einungis einn réttur skilningur. Af þessum sökum er ljóst að þegar við stöndum frammi fyrir tvenns konar gerólíkum skilningi á veru- leikanum, þá er ekki þar með sagt að annar sé réttur og hinn rangur: I báðum tilvikum kann að vera um réttan skiln- ing að ræða eða rangan. Þegar bera skal saman heimspeki- kenningar er mikilvægt að í þeim sé að finna sameiginleg grundvallaratriði og einnig önnur sem þær greinir á um. Til samanburðar við heimspeki Brynjólfs vel ég því kenningu sem í veigamiklu atriði fer saman við kenningu hans, en er í öðrum atriðum, ekki síður mikil- vægum, algerlega á öndverðum meiði. Eg hef hér í huga heimspeki Jean-Paul Sartres. Báðir þessir heimspekingar, Brynjólf- ur og Sartre, eiga það sammerkt að líta á frelsi mannsins og sjálfræði sem mikil- vægasta úrlausnarefni heimspekinnar: I kenningum beggja er miðað að því að sýna að frelsið sé ekki blekking, heldur meginforsenda mannlífs á jörðinni. Ef ekki er gert ráð fyrir mannlegu frelsi, þá væri veruleiki mannsins ein allsherjar markleysa. Aður en lengra er haldið er rétt að leiða hugann að því hvað er átt við með frelsi mannsins og um leið hver eru meginrök þeirra kenninga sem afneita því. Með frelsi er almennt átt við að 597
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.