Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 104
Tímarit Máls og menningar maðurinn sé ekki á valdi framandi afla þegar hann tekur ákvarðanir. Hann geti ákveðið sig sjálfur óháður allri nauðung. Frelsið er fólgið í sjálfsákvörðun. Þessu hafa ýmsir viljað hafna og fært ýmis rök fyrir því að um eiginlega sjálfsákvörðun sé ekki að ræða. Eg nefni eina alkunna röksemd. Það sem menn kalla „sjálfs- ákvörðun" er ekki annað en það að fara að eigin vilja eða tilhneigingu; „frelsið" er þá fólgið í því að það eru öfl sem búa í manninum sem ráða því hvað hann ákveður eða gerir, en ekki einhver utanað- komandi eða framandi öfl. í þessum skilningi eru dýr frjáls þegar menn sleppa þeim lausum, þau hegða sér þá í samræmi við eigin eðlishvatir og langan- ir. Svokölluð sjálfsákvörðun væri sam- kvæmt þessu sjónarmiði að gera það sem manni sýnist eða mann langar til hverju sinni; „frelsið" færi þá í einu og öllu eftir getu manna og mætti til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til. Hér er komið að grundvallareinkenni þeirra kenninga sem afneita veruleika mannlegs frelsis: Þær vilja útskýra frels- ið með því að skírskota til afla sem eru að verki í manninum sjálfum eða um- hverfi hans og maðurinn lýtur hvort sem honum er það ljóst eða ekki. Ef maður- inn hefur á tilfinningunni eða ímyndar sér að hann taki ákvarðanir sjálfur án þess að nokkur öfl í lífi hans hafi af- gerandi áhrif á hann, þá stafar það af því að hann gerir sér ekki grein fyrir þeim öflum sem eru að verki. Sjálfsákvörðun- in er því blekking, eins konar skynvilla. Þessari niðurstöðu vilja þeir hvorugur una, Brynjólfur og Sartre. Báðir hafa þeir sett fram heimspeki þar sem þessi niðurstaða er hrakin og veröldin hugsuð í ljósi þess að sjálfsákvörðun mannsins sé möguleg og það skipti meginmáli, jafnvel öllu máli, að fólk geri sér þetta ljóst og lifi í samræmi við það, axli ábyrgðina sem fylgir því að vera frjáls. Meginrökin, sem þeir Brynjólfur og Sartre tefla fram gegn þeim kenningum sem afneita frelsinu, tengjast hug- myndinni um ábyrgð mannsins: Ef sjálfsákvörðun mannsins er blekking, þá verður ekki hjá því komist að líta á manninn sem leiksopp framandi afla og svipta hann þar með allri ábyrgð. „Þá væri ekki annað fyrir hendi en leggja upp laupana. Oll siðferðileg ábyrgð og gervöll viðleitni mannsins væri til einsk- is. Trúin á slíkt væri ekki annað en menntunarskortur og teldist til hindurvitna", skrifar Brynjólfur, og bætir við: „Ef menn færu eftir slíkri vísindatrú, þá leiddi það beint í dauðann. Hver nennir að Iifa langa ævi í hörðum heimi eins og leikbrúða blindra afla, þegar hann er líka sviptur ímyndun- inni og blekkingunni?“ (Heimur rúms og tíma, bls. 210—211). Að dómi Sartres er sérhver viðleitni til þess að afneita sjálfsákvörðun mannsins tilraun til að dylja þá algjöru ábyrgð sem fylgir því að vera frjáls vera: „Fyrsta verk tilverustefnunnar er að eigna hverj- um manni það sem hann er og gera hann fyllilega ábyrgan fyrir tilveru sinni. Og þegar við segjum að maðurinn beri ábyrgð á sjálfum sér, þá eigum við ekki við að hann sé eingöngu ábyrgur fyrir sjálfum sér, heldur að hann beri ábyrgð á öllum mönnum" (Existentialisme est un humanisme, París 1946, bls. 24). Hvern- ig má þetta vera? Ef sjálfsákvörðunin, frelsið, er það sem gerir manninn mennsk- an, þá leiðir af því að með sjálfs- ákvörðunum sínum skapar hver maður mynd af manninum eins og hann á að vera, mynd sem hefur gildi eða á að hafa gildi fyrir alla aðra menn: Með sjálfs- ákvörðunum okkar ákvörðum við í hverju 598
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.