Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 121

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 121
í öðru lagi gefur þetta ljóð upplýsing- ar um hvers vegna ljóðstíll Einars sjálfs er eins og raun ber vitni. Hann vill hrista hefðina af sér, láta „skírlífi" ljóðsins í skiptum fyrir heilsu þess. Náttúruljóðin (þ. e. ættjarðarljóðin) eru orðin ímynd hefðarinnar. Þess vegna þykist Einar að- eins hafa séð dýr og jurtir í „frystihólf- um stórverslana". Eg held að þótt Einari sé full alvara með heilsuleysi ljóðsins sé þessi algera náttúruhöfnun eins og hver önnur ögrun — sem mér heyrist honum hafa heppnast ágætlega. Sé honum hins vegar líka alvara með dýrin og jurtirnar þykir mér hann lifa sig fullljúflega inn í firringu stórborgarbúans. Mætti- ég þá benda honum á Laugarnestangann að næturlagi um vor. Vitaskuld er talið um Jóhannes úr Kötlum líka ögrun og það ágætlega valin því fá skáld munu ástsælli með þjóðinni. Jóhannes er skrifaður með litlum staf. Það víkkar skírskotunina. „gráhærður strengur atómskáldanna“ er sams konar stríðni með broddi. Aftur á móti þykir mér uppreisn Ein- ars gegn ljóðhefðinni haldast illa í hend- ur við andúð hans á þeim hlutdýrkandi borgara sem hvað verst verður úti í skothríðinni í „Sendisveininum“ og er þar að auki illa skilgreindur. Það hyski allt saman á svo sem ekki margt sam- eiginlegt með jóhannesum úr kötlum því þeir eru engir kerfiskallar. Það er ágætt að þekkja óvin sinn ef maður gleymir ekki þar með vini sínum. Eg hefði haldið að þeir sem hann Jóhannes og atóm- skáldin standa fyrir væru ágætir sam- herjar skáldsins sem yrkir um „drauminn sem viðfangsefni í verki“ og sem vill „þurrka svitann af enni jarðar". Ef til vill eru skáldin sem minnst er á í „heimsókn“ Einari fulltrúar þess hluta hefðarinnar sem hann hafnar einna af- Umsagnir um bœkur dráttarlausast í verki, íslenskrar málvöndunarstefnu með hreintrú sinni og ofsóknum á hendur erlendum orð- um, með tilheyrandi feimni við málið sem á að vera svo tandurhreint að varla sé hægt að nota það nema spari. Þar er það „hreinlífið" sem blífur og þá er tepru- skapur ekki langt undan. Einar um- gengst málið tæpitungulaust og án allrar minnimáttarkenndar. Hann er sem bet- ur fer laus við málóttann sem þykir vera farinn að grafa um sig meðal þjóðarinn- ar. Þess vegna ritskoðar Einar ekki orð- in. Orðaval hans miðast við þarfir ljóðs og yrkisefnis. Orðin koma að sama gagni þótt þau séu ekki með uppbrett eyru, hringað skott og harðmælt. Og þess vegna skeytir Einar heldur ekki um hvort það sem hann þarf að segja ofbýð- ur siðgæðisvitund péturs eða páls. Hann er enn að gera upp: hvar var þér stungið í samband droppát í frakka sem passar á heiminn eða dressaður sem díler (Sendisveinninn, 12) Og dæmi um brotin tabú: skreytið veggina flatlús og brundið í blómsturpottana (Sendisveinninn, 14) Málnotkun Einars á sér þó líka annars konar orsakir. Samfélagsveruleiki sá sem hann yrkir um er sundurtættur. Það rík- ir mikil ringulreið, fólki gengur illa að átta sig á óskapnaðinum. Umhverfið er manninum yfirþyrmandi: og útþenslan hins óendanlega sprengir alla múra allar hömlur sem verða að engu 615
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.