Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 124

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 124
Tímarit Máls og menningar afhjúpaðir í skáldverkum á borð við Fjallið og drauminn eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, en seinna varð ýmsum aftur í mun að breiða yfir lífsskilyrði þorra manna í bændasamfélaginu gamla og nýju bæjasamfélagi. Þá þurfti enn að segja margt frá uppréttum höldum og horskum sonum þeirra og dætrum „í gamla daga“ til að mynda mótvægi við illan samtíma. Ein skýring á vinsældum endurminningasagnanna gæti verið sú, að núna þegar kreppir að verðum við að fá að vita hið sanna um liðna tíma. Til viðmiðunar, lærdóms og reynslu, ef að líkum lætur, því fólkið sem segir frá komst allt yfir erfiðleikana. Þegar vel tekst til eru þessar bækur ekki einungis endurminningar eins manns heldur skírskota þær til hópa í samfélaginu. Og þegar best tekst til segja þær sögu hópa sem ekki áttu áður skrifaða sögu. Tryggvi Emilsson skrifaði sögu allra niðursetninga í sveit á öndverðri 20. öld í Fátæku fólki. Sigurð- ur A. Magnússon skrifar sögu öreigabarna í þéttbýli á kreppuárunum í bókum sínum tveim sem hér verður lagt út af, Undir kalstjömu (MM1979) og Möskvum morgundagsins (MM1981), og geta slík börn þekkt sjálf sig þar þótt síðar séu til komin. Augljóst er þó að Sigurður A. Magn- ússon er ekki bara að skrifa bækur þess- ar til að aðrir megi þekkja sig þar. Astríðuþungi frásagnarinnar bendir til þess að hér sé losað um gamalt og þrúgandi helsi og þess jafnvel freistað að horfast í augu við atvik sem höfundur hefur lengi bælt með sér og ekki viljað viðurkenna að væru hluti af fortíð hans. Og sannarlega virðist höfundur sagn- anna svo fjarskyldur þeim Jakobi söguhetju sem í lok Möskvanna stendur uppi einn, lúsugur, skitinn og atvinnu- laus, að engan þarf að undra þótt hann hafi viljað forðast að horfast í augu við slíkan drengstaula yfir árin sem á milli þeirra eru. Slíku er hentugast að gleyma. Hver sá lesandi sem þykist þekkja sjálfan sig . . . Sigurður A. Magnússon hefur ekki farið dult með það í viðtölum að hann sé í þessum bókum að skrifa um sína eigin bernsku (sjá t. d. viðtal í Þjóðviljanum 18. 11. 1979). En vegna þess hve minnið er brigðult og sjálfsagt líka vegna þess hve viðkvæmum hlutum er sagt frá hér, kýs hann að breyta nöfnum á söguper- sónum og kalla verk sitt „uppvaxtar- sögu“. Við kynnumst í bókunum drengn- um Jakobi Jóhannessyni og sjáum vöxt hans og viðgang með augum samnefnds sögumanns sem ritar bernskuminningar sínar þegar hann er um fimmtugt. Tímar bókanna eru því aðallega tvennir, sögu- tími og frásagnartími (sem er því sem næst útgáfutími), en auk þess er gripið til þriðja tíma þarna á milli við og við í setningum eins og „seinna komst ég að því að . . .“ Sigurður A. Magnússon tekur sem sé þá ákvörðun að fjarlægja sig minningum sínum, breyta nöfnum og bjóða lesend- um að lesa um þessi atvik eins og í skáldsögu. Afleiðingum þessarar ákvörðunar hefur hann tekið að mestu í fyrri bókinni, en of víða í seinni bókinni gefur hann upp hluti sem minna á höf- und eins og við þekkjum hann núna, gleymir að varðveita fjarlægðina milli sín og Jakobs eldra. Eitt dæmi um þetta er sagan af Óttari, hálfbróður Jakobs, sem endar svona: Það kaldranalega við þá sögu er að óvild hans í minn garð stafaði af einskærum misskilningi á ljóði eftir 618
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.