Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 14
Tímarit Máls og menningar grein felur í sér norræn mál og bókmenntir, en þess kostur að leggja sérstaka áherslu á íslenska og norska miðaldatexta, og það gerði Jón. Aðalkennari hans var Finnur Jónsson, sá virti og harðduglegi fræðimaður. Magistersprófi lauk Jón frá Hafnarháskóla 1923 og kvæntist sama ár, gekk að eiga Þórunni Björnsdóttur frá Grafarholti. Þau stofnuðu heimili í Kaupmannahöfn, og þremur árum síðar varði Jón við Háskóla Islands doktorsritgerð sína,]ón Ólafsson frá Grunnavík. Arið 1926 og fyrri hluta árs 1927 kenndi Jón við Oslóarháskóla, en að því loknu fluttist fjölskyldan aftur til Hafnar. Jón varð þá forstöðumaður Arnasafns og 1929 jafnframt prófessor í íslensku máli og bókmenntum við Hafnarháskóla eftir að Finnur Jónsson lét af störfum. „Hann hafði þann galla að vera svo úngur (ekki nema 29 vetra), en sá galli stóð til bóta. Jeg þekti vel gáfur hans og dugnað og gat því með góðri samvisku mælt með honum“, sagði Finnur í ævisögu sinni. í rauninni höfðu þá þrjár stöður verið sameinaðar í eina, sem Jóni var falið að gegna: forstöðumannsstarf Arnasafns, sem Kristian Kálund (d. 1919) gegndi í marga áratugi (og Halldór Hermannsson eitt ár síðar), prófessorsstaða Finns, sem hafði þó heitið að væri staða í norrænni fílólógíu almennt, og prófessors- staða Valtýs Guðmundssonar í íslensku máli og bókmenntum. Reyndar var skömmu síðar komið upp lektorsstarfi í íslensku nútímamáli, en það var einungis hlutastaða fyrstu áratugina. Háskólakennslu hygg ég að Jón Helgason hafi lengst af litið á sem skylduverk og heldur illa nauðsyn. Stúdentum þurfti að liðsinna, og fræðimaður þurfti að framfleyta sér og sínum. A sviði Jóns vóru engar fræðimannsstöður til, en stöðu háskólakennara fylgdi að sjálfsögðu rannsóknarskylda; fyrir forstöðu- mannsstarfið við safnið mun Jón hafa haft litlar sem engar tekjur aukalega. Nemendur Jóns urðu gríðar margir á löngum prófessorsferli, þó að stúdenta í norrænni fílólógíu við Hafnarháskóla mætti á hverjum tíma telja á fingrum sér. En íslenskt miðaldamál (sem oft hefur verið kallað forníslenska) var allt fram að stúdentabyltingu skyldunámsgrein allra þeirra sem lásu dönsku til embættis- prófs. Þeir vóru margir, og þeim fjölgaði gífurlega með stækkandi árgöngum og bættum efnahag Dana, einkanlega á sjöunda áratuginum. Til fyrrihlutaprófs þurftu dönskunemar að kunna skil á íslenskri málfræði og geta þýtt einfaldan texta á óbundnu máli, og á seinnihluta vóru lesin fáein eddukvæði og ofurlítið af dróttkvæðum. Drjúgan hluta þessarar kennslu annaðist Jón einn fram yfir 1950, en þá fór kennurum (lektorum og aðstoðarkennurum) smám saman að fjölga, þannig að kennsla Jóns takmarkaðist við seinnihlutaefnið og það sem var ætlað norrænunemum sérstaklega og á síðustu kennsluárum hans að mestu við það síðarnefnda. Kennslan beindist einkum að frumskilningi textans, en fyrir bók- menntatúlkun fór lítið, og málfræðin var hjálpartæki til þessa textaskilnings, en ekki markmið í sjálfri sér. Umfram allt var leitast við að skýra textann eins og hann var varðveittur. Mismunandi leshættir handrita, ef því var að skipta, vóru vegnir og reynt að komast að hinu upprunalegasta, en hæpnum leiðréttingatil- gátum hafnað og umfram allt hátimbruðum kenningum sem höfðu verið reistar 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.