Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 18
Tímarit Máls og menningar
vóru því mjög andvígir að Danir létu handritin af höndum og báru meðal annars
við alþjóðlegum anda og eðli vísindanna. Þessari röksemd svaraði Jón Helgason
í grein í Politiken 1950, sem birtist sama ár í þessu tímariti í þýðingu Jakobs
Benediktssonar. I upphafi greinarinnar hélt Jón því fram að flest húmanistísk
vísindi væru að mestu leyti þjóðlegs eðlis, og hann sýndi fram á að útgáfum
íslenskra texta sem væru varðveittir í handritum í Arnasafni hefði að vonum
lang-mest verið sinnt af Islendingum sjálfum. Síðan lýsti Jón því hversu erfitt
útgáfustarfsemi við Arnasafn ætti uppdráttar vegna manneklu og fjárskorts, en í
lok greinarinnar setti Jón fram hugmynd um útgáfustofnun handrita, þar sem
ynnu einir fjórir fastráðnir málfræðingar auk styrkþega. Hvort dönsk eða
íslensk stjórnvöld væru fús til að leggja fram nauðsynlegt fé til rekstrar slíkrar
stofnunar, sagðist Jón ekki vita, en aðeins íslendingar gætu lagt fram þann
mannafla sem til þyrfti og eðlileg heimkynni þessarar starfsemi væri á íslandi.
Fyrstu hugmyndir danskra stjórnvalda um lausn handritamálsins komu fram
1954. Þessar tillögur vóru aldrei birtar opinberlega, en í þeim fólst að íslensku
handritin í Danmörku skyldu verða sameign Dana og íslendinga og þeim skipt
til varðveislu milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur (væntanlega ekki ólíkt því
sem nú verður í raun), og í borgunum tveimur skyldi komið upp rann-
sóknarstofnunum handrita. Þessi hugmynd var nýstárleg, og mér er kunnugt
um að Sigurður Nordal, sem þá var sendiherra íslands í Höfn, mælti með henni
eftir að hafa ráðfært sig við Jón Helgason, en íslensk stjórnvöld höfnuðu henni
algjörlega, og lausn handritamálsins var ekki í sjónmáli næstu árin.
Dönsk stjórnvöld létu hins vegar af því verða að koma upp rannsóknarstofn-
un handrita hjá sér, Det arnamagnæanske institut. Sú stofnun fór hægt af stað,
var allt í einu komin á fjárlög 1956 án nokkurrar reglugerðar, og sumarið 1957
var Arnasafn og seðlasafn orðabókarinnar flutt úr þröngum húsakynnum sínum
í Háskólabókasafni í önnur rúmbetri í Proviantgarden, gamalii birgðaskemmu
flotans við hlið Konungsbókhlöðu. Staða við stofnunina var reyndar engin
fyrstu árin, en Jón Helgason varð sjálfkrafa forstöðumaður hennar auk þess að
hann gegndi áfram prófessorsstarfinu. Arlega var veitt fé til að greiða nokkur
vinnulaun útgefenda og aðstoðarmanna, fyrir ljósmyndun og viðgerðir hand-
rita, til bókakaupa og til þess að kosta prentun útgáfubóka.
Fjárveitingarnar gerðu það meðal annars kleift að tengja stúdenta við stofnun-
ina. Duglegir og áhugasamir dönsku- og norrænunemar vóru ráðnir í tímavinnu
til að vélrita texta eftir handritum, skrá lesbrigði, gera nafnaskrár o.fl. Sumir
stúdentanna litu á þessa vinnu sem hverja aðra tekjuöflunarleið og stóðu við
stuttan tíma, en aðrir urðu hugfangnir af verkinu og þeim áhuga sem forstöðu-
maður sýndi með því að stinga upp á því einn góðan veðurdag að þeir tækju að
sér sjálfstætt rannsóknarverkefni sem þeir gætu jafnframt notað sem prófrit-
gerðarefni. Þannig framleiddi Jón fræðimannsefnin á færibandi, sem vóru
tilbúin að taka við þeim stöðum sem til urðu hver af annari uns þær vóru orðnar
8