Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 20
Tímarit Máls og menningar
framan við lestrarsalinn, þar sem Jón sat löngum og reykti pípu sína og las
prófarkir. Hann var óþreytandi að miðla af fróðleik sínum eða leita fróðleik
uppi þar sem hann rámaði í að hann væri að finna, hann ræddi um tilhögun
verka og las yfir greinar og bókarhluta sem fólk hafði í smíðum, hann leitaðist
við að greiða úr flækjum sem upp komu og að lesa torráðin orð sem einhver réð
ekki við, og hann samgladdist yfir hverri nýrri uppgötvun sem gerð var, þó
smávægileg væri stundum, og fékk fræðimanninn unga til að finna ögn meira til
sín en áður. Jón ýtti á eftir verkum manna, en gerði það með hægð. I
prentsmiðju var hann sí-hringjandi til að spyrjast fyrir og reka á eftir sínum
próförkum og annara. Mestu aufúsugestir á safninu vóru sendlar úr prentsmiðj-
um, og Jóni var nautn að því að handleika glænýjar prófarkir, sem höfðu leyst af
hólmi margþvælt prentsmiðjuhandrit eða útkrotaða örk; nýju prófarkirnar
höfðu þann kost fram yfir fullprentaða bók, að enn var þess kostur að leiðrétta
prentvillur eða jafnvel að víkja við orðum þar sem eitthvað mátti betur fara.
Ekki veit ég til þess að Jón Helgason hafi haldið uppi almennri kennslu í
handritalestri eða útgáfustarfi, en allir þeir sem nú starfa við handritarannsóknir
á systurstofnununum tveim, Arnastofnun í Höfn og hér, og ófáir aðrir fræði-
menn í öllum heimsálfum hafa af honum lært, beint eða óbeint, sumpart af
beinni leiðsögn hans og hjálpsemi, sumpart af verkum hans sjálfs. En enginn
sameinar skjótvirkni hans og öryggi og þá víðtæku þekkingu á viðfangsefninu,
sem hann bjó yfir.
Jón Helgason setti ekki fram nýjar aðferðafræðikenningar. Hann beitti þeirri
vísindalegu aðferð í textarýni, sem byrjað var að nota á fyrri hluta 19. aldar, en
hafði ekki verið beitt nema við fá íslensk handrit fyrr en á þessari öld og
stundum með hæpnum árangri. Með flokkun handrita á grundvelli sameigin-
legra villna er leitast við að komast að skyldleika þeirra, og þá fyrst er hægt að
meta gildi mismunandi leshátta, hver þeirra sé líklegastur til þess að hafa verið í
frumriti varðveittra handrita. Þessari aðferð beitti Jón af strangleika, en hann
gerði sér um leið gleggri grein fyrir en margir aðrir að mjög oft verður ekki
komist að upphaflegum texta með aðferðum textarýninnar, og því taldi hann
vænlegast að fylgja eftir föngum einu handriti við prentun aðaltexta og birta
fleiri texta saman, ef mismunur þeirra var umtalsverður. Mikilvægt var að kanna
Öll handrit, sem höfðu það ritverk að geyma sem að var unnið, og gera sem
ljósasta grein fyrir einkennum hvers og eins, þannig að útgáfan yrði ekki
hálfkák og leiddi ekki á villigötur. Vandvirkni Jóns og samviskusemi hans
gagnvart þeim textum sem hann fékkst við og gagnvart lesendum valda því að
þær útgáfur sem hann vann að eru afburða traustar og sjaldnast verður um bætt.
Þegar stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn var sett á laggirnar
fengust auknar fjárveitingar til prentunar, bæði til áframhaldandi útgáfu á
Bibliotheca Arnamagnæana og til að stofna til nýrrar bókaraðar, Editiones
Arnamagnxanie, sem í skyldu vera vandaðar textaútgáfur. Sú röð hóf göngu
sína 1958 undir ritstjórn Jóns Helgasonar, og í henni eru nú komin út 40 bindi,
10