Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 21
Jón Helgason þar á meðal í útgáfu Jóns sjálfs íslenzk fornkvteði í átta bindum 1962—81 og Byskupa sggur (textar Þorláks sögu og Páls sögu), sem vóru framhald af 1. hefti Byskupa sagna, sem Jón hafði gefið út 1938 á vegum Norræna fornfræðafélags- ins í Danmörku. I árslok 1970 lét Jón Helgason af prófessorsembætti og rúmu ári síðar af forstöðumannsstarfi við Arnastofnun; hann hafði þá gegnt forstöðumannsstarfi safns og stofnunar í nærfellt hálfan fimmta áratug. Þó hélt Jón enn áfram að vinna á stofnuninni við rannsóknir sínar, fyrst í Próvíantgarði og síðar í háskólabyggingunni nýju við Njálsgötu á Amakri. Þar sat hann daglega að kalla, þangað til kraftar þurru að marki snemma á síðasta ári. Hann lést 19. janúar sl. Hér að framan hafa verið nefnd flest hin stærstu fræðirit Jóns Helgasonar, sem þó eru ekki nema nokkur hluti þess sem hann birti á prenti. Ritaskrá hans, Jón Helgason. Bibliografi 1919—1969, tók Agnete Loth saman þegar Jón stóð á sjötugu, og tíu árum síðar birtist framhald þeirrar skrár í Opuscula VII. Jón Helgason var stórvaxinn maður og mikilúðlegur, ólíkur flestum mönn- um. Um hann spunnust snemma þjóðsögur, og ýmsir lögðu fæð á hann án þess að hafa nokkru sinni séð hann. Hann var gagnrýninn á það sem honum þótti óvandlega gert eða af yfirlæti og gat þá verið meinyrtur. Hann átti það til að vera hranalegur í viðmóti fyrst í stað við ókunnuga sem trufluðu hann í starfi, en varð að jafnaði hýrlegri eftir að hafa skipt við þá nokkrum orðum, ekki síst ef honum þóttu þeir tala gott mál. Flestir þeir sem kynntust Jóni eða heyrðu hann tala á mannfundum dáðu hann umfram aðra menn. Á heimili þeirra Jóns og Þórunnar var löngum gestkvæmt. Námsmenn og aðrir landar í Höfn og gestir frá Islandi kvöddu þar oft dyra án þess að gera boð á undan sér, og öllum var vel tekið að gömlum og góðum sveitasið. Þar var skrafað og sagðar sögur, og stundum tók húsbóndinn bók út úr hillu og las fyrir gesti ellegar að sungin vóru nokkur lög við undirleik húsfreyju, þegar mannmargt var. Þórunni konu sína missti Jón 1966, og árin á eftir mun oft hafa verið tómlegt í húsi hans, enda þá flestir nánustu kunningjar hans í Höfn fluttir heim. 1975 kvæntist Jón Helgason öðru sinni og átti þá Agnete Loth. Það var honum mikils virði að vera ekki einn síðustu árin. Allt frá námsárum sínum hafði Jón Helgason tekið mikinn þátt í félagslífi Islendinga. Þau Þórunn sóttu flestar samkomur Islendingafélagsins og Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn fram eftir árum. Oðru hvoru flutti Jón hugvekju eða erindi á samkomum félaganna, sem jafnan vöktu óskipta athygli, enda var unun að heyra hann flytja mál sitt, og á Þorláksblótum Stúdentafélags- ins brást ekki að hann héldi hnyttna tækifærisræðu, sem oftast var hámark þeirra skemmtana. Þá vóru þau Jón og Þórunn tíðir gestir á samkomum Færeyingafélags. Jón hafði lengi haft góð kynni af Færeyingum og mat þá mikils. Fyrsta ritgerð Jóns 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.