Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 27
Adrepur einkennilegi hængur, að meðal 20 ræðumanna var einungis einn rithöfundur — með öðrum orðum einn einasti fulltrúi þess fjölmenna hóps sem raun- verulega vinnur að því myrkranna á milli árið um kring að varðveita tunguna með því að beita henni látlaust til nýsköpunar. Það verða ekki fyrst og fremst móðurmálskennarar né heldur fjölmiðlamenn, sem ár frá ári hrakar í meðferð tungunnar, sem eiga eftir að bjarga móðurmálinu, ef því er á annað borð viðbjargandi, heldur þeir bláeygu draumóramenn sem þrot- laust endurnýja tunguna í lifandi bókmenntum, hvort heldur eru skáldverk eða fræðirit, þrautreyna þanþol hennar og finna henni sínýja farvegi. Ráðstefna menntamálaráðherra var vafalaust af góðum hug undirbúin, þó fljótaskrift væri á henni, en hún var byggð á grundvallarmisskilningi á innviðum máls og menningar. A fyrrnefndri ráðstefnu Bandalags íslenskra listamanna kom fram, að Islendingar leggja hlutfallslega miklu minna til menningarmála en nokkur nálæg þjóð eða 0,49% af þjóðartekjum, þegar söfn og skólar eru undanskilin. Sambærileg framlög hjá Finnum og Frökkum eru hvorki meira né minna en fimmfalt hærri. Einnig kom fram að Þjóðleikhúsið mætti reka með reisn í hálfa öld fyrir andvirði eins Kröfluævintýris en fjárframlög til Þjóðleikhúss- ins hafa farið hraðminnkandi á undanförnum árum og eru nú hlutfallslega miklu lægri en hjá nokkurri þjóð annarri sem státar af áþekkri stofnun. Því fer fjarri að ég hafi tæmt hina neikvæðu afrekaskrá Islendinga með þeim dæmum sem hér hafa verið tínd til af handahófi. Og afþví hér er verið að veita bókmenntastyrk, sakar kannski ekki að árétta það í lokin, að íslensk bókaútgáfa ein útaf fyrir sig stendur undir öllum opinberum fjárframlögum til menningarmála og sennilega gott betur. Á fjárlögum fyrir næsta ár nema þessi framlög 300 milljónum króna, þar af 7,4 milljónir til Launasjóðs rithöfunda (sem er snöggtum lægri upphæð en ráðherrar fá í bílastyrk einn saman), en söluskattur af bókum á árinu sem er að Ijúka er hvorki meira né minna en kringum 150 milljónir króna, sem er langtum meiri blóðtaka en þekkist annarsstaðar á byggðu bóli. Þegar þar við bætast tollar á efni til bókagerðar ásamt þinggjöldum allra rithöfunda og annarra sem að bókagerð vinna, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja, þá er varla ofætlað að bókmenntirnar einar sér fjármagni allt menningarlíf í landinu, það sem kostað er af almannafé, á sama tíma og rithöfundar búa holt og bolt við launakjör sem eru langt fyrir neðan allt velsæmi. Eftir þennan snöggsoðna og svolítið beiska bálk afreka með öfugum formerkjum leyfi ég mér að ítreka þakklæti til stjórnar Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og þá einlægu ósk að tekin verði upp hið bráðasta raunhæf opinber menningarstefna og þjóðinni gerð gleggri grein fyrir því en hingað til, að lifandi og skapandi menning í þessu landi er langsamlega verðmætasta TMM II 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.