Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 28
Tímarit Máls og menningar auðlind sem Islendingar ráða yfir og verður raunar aldrei metin til fjár, þó hún þurfi vissulega að njóta sambærilegra skilyrða til vaxtar og viðgangs og gerist með öðrum þjóðum — og það því fremur sem við þessi áramót stöndum við á örlagaríkum tímamótum og erum í þann veginn að ramba inní frumskóg óheftrar og aðhaldslausrar fjölmiðlunar, sem við rötum kannski aldrei út úr heilir á sönsum. Þá fyrst mun á það reyna hvort hin eiginlega sameign þjóðarinnar, tungan, listirnar og sagan, verður henni aflgjafi í þeirri lífsönn þarsem skilur á milli feigs og ófeigs. Ástráður Eysteinsson Þankar í kringum þýðingar Ásamt andsvörum við ádrepu Einars Kárasonar og Skírnisgrein Sigfúsar Daðasonar Til skamms tíma var íslensk þýðinga-umræða með fádæmum þróttlítil og ómarkviss; raunar vart hægt að segja að hún hafi verið til. Að vísu eignuðumst við fyrir aldarfjórðungi eina bók um þýðingar, doktorsrit Finnboga Guðmundssonar um Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar,' en ekki verður séð að hún hafi haft teljandi umræður í för með sér. Þrjár cand. mag.-ritgerðir um þýðingar á íslensku hef ég séð á Háskólasafni en þær hafa ekki komið á prent.2 Að frátöldum þessum verkum og örfáum ritgerðum3 hafa þýðingar einna helst verið stopult umfjöllunarefni í stuttum blaðagreinum og í formálum og eftirmálum þýddra verka. En upp á síðkastið virðist þetta hafa verið að breytast. Vart hefur orðið aukins áhuga á þýðingum og vaxandi skilnings á bókmenntalegu og menningarlegu gildi þeirra; jafnframt er að sjá sem eflst hafi útgáfa á þýðingum mikilsverðra bóka á allra síðustu árum. A sama tíma hefur myndast vísir að þýðinga-umræðu og hefur hún að miklu leyti átt sér stað í þessu tímariti. Hún snertir að vísu ekki bara þýðingar á íslensku heldur einnig þýðingar úr íslensku á önnur mál, og er skiljanlegt að sú hlið mála sé fámennri en metnaðargjarnri þjóð hugstæð. Helga Kress birti fyrir þremur árum greinina „Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis“ (TMM 1/ 1983) þar sem hún ræðir og gagnrýnir ritið Icelandic Writing Today er ritstýrt var af Sigurði A. Magnússyni og ætlað að kynna enskumælandi fólki íslenskar samtímabókmenntir. Gagnrýnir hún m. a. þýðingar á verkum ritsins og styður mál sitt ýmsum dæmum. Sigurður svarar í næsta hefti en 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.