Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 32
Tímarit Máls og menningar sjálfsögðu á okkur ekki að vera sama hvernig skáldverkum okkar reiðir af í þýðingu. Við sem vitum til dæmis hversu stórkostleg verk Halldór Laxness hefur skapað, getum vart látið okkur í léttu rúmi liggja hvernig þessi verk líta út er þau koma fyrir sjónir erlendra lesenda. Utkoman hefur ekki alltaf verið glæsileg. Coletta Burling hefur í athyglisverðri grein sýnt fram á hroðalega meðferð tveggja þýskra þýðenda á verkum Laxness.6 Laxness séu hróplegar villur sem þýðandinn neitar að leiðrétta, þannig að Laxness hefur ekki komið út þar í landi í tíu ár.7 En hvað er hægt að gera? Þótt Einar fái ekki skilið af hverju Helga er að birta þessa grein í TMM, þá er hann vakandi fyrir því að eitthvað sé hægt að gera í þessum þýðing- armálum hér á landi, og er ég sammála honum um að íslenskir aðilar eigi hiklaust að hafa hönd í bagga þegar íslensk verk eru þýdd. Eg ætla að það séu fáir erlendir þýðendur sem frábiðja sér slíka samvinnu. Við megum hreinlega ekki við því að þau fáu verk okkar sem komast á erlend mál séu slælega þýdd, svo ég tali nú ekki um eins herfilega þýdd og Leigjandinn á norsku. Það er satt og rétt hjá Einari að höfundar góðra skáldverka „eru í rauninni að tala við allt mannkynið." (269) Einmitt þetta sýnir glöggt mikilvægi þýðandans — hann er miðlarinn eða milliliðurinn í þessum boðskiptum og þarf að sinna starfi sínu af ítrustu alúð. Það er því dapurlegt að Einar skuli öðru fremur finna sig knúinn til að halda fram að „margt af því sem Helga grefur upp í lúsaleit sinni gegnum textann er hreinn og klár sparðatíningur." (269) Mun ég víkja að þessu atriði hér síðar. Skírnisgrein Sigfúsar Daðasonar Eg var himinlifandi er ég frétti að eitt minna eftirlætisskálda, sem auk þess er góðkunnur greinahöfundur og þýðandi, hefði ritað grein í tilefni af þýðing- arritgerð minni. En óneitanlega olli greinin mér svo nokkrum vonbrigðum. Flestar almennar hugleiðingar Sigfúsar um þýðingar brjóta alls ekki í bága við mínar skoðanir; sumar þeirra mættu jafnvel kallast áherslubundnar umorðanir á umfjöllunarefnum mínum — einkum í fyrri hlutanum af grein Sigfúsar — og fetti ég síður en svo fingur út í það. A einum stað finnst mér Sigfús jafnframt víkka og færa fram umræðuna á frjósaman hátt; það er þegar hann tengir áhersluna á áhrifa-jafngildi við ríkjandi hugmyndir um „íslenskt lesþol“ (95). Þetta er spennandi athugunarefni sem betur þyrfti að kanna. Sú hugmynd Sigfúsar að Hemingway hafi átt meginþátt í að „brjóta ísinn fyrir nútíma-prósa á Islandi" (96) er óneitanlega athyglisverð þótt ég sé ekki reiðubúinn að samsinna henni fyrirvaralaust. En því miður gefur Sigfús sér ekki rúm og tíma til að bæta fleiri slíkum 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.