Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 33
Adrepur víddum við umræðuna, heldur festist í ýmsum athugasemdum (iðulega samhengislitlum innan greinar hans) við nokkur atriði í ritgerð minni. Mér hlýtur þá að fyrirgefast þótt ég andæfi á svipaðan hátt. Eg vona það teljist ekki gorgeir þótt mér finnist Sigfús ekki hafa lesið ritsmíð mína nógu vandlega, einkum með tilliti til þess að hann ákvað að skrifa umsögn um hana. Til dæmis heimfærir hann tilvitnun mína í E.A. Nida upp á J. Levy (94—5; bls. 25 í minni grein). En þá er rétt að ég viðurkenni einnig eigin glöp. Sigfús hefur rétt að mæla (99) er hann bendir á að mér hafi láðst að bera þýðinguna saman við nógu gamla útgáfu af frumtextanum þegar ég ranglega gagnrýni Laxness fyrir að hafa ekki þýtt blótsyrði. I þetta skipti trassaði ég að bera vinnutexta mína saman við frumútgáfu enska textans, sem ég gat ekki haft undir höndum allan tímann er ég vann að ritgerðinni. Þetta voru slæm mistök. Sigfús kveður mig fara „hörðum orðum um endursögn Tómasar Guð- mundssonar á Nóa Nóa eftir Gauguin", en ég sagði hins vegar einungis að hann hefði tekið sér vafasamt frelsi og að ég efaði „að margir höfundar kysu að láta fara um sig jafn frjálslegum höndum . . .“ (27) Mun ég koma aftur að því atriði. Að sögn Sigfúsar finnst mér „tortryggilegt" að Laxness hafi þýtt bókina í „októbermánuði 1940“ (96). Hið rétta er að ég vissi ekki hvort þetta bæri að skilja sem svo að bókin hafi öll verið þýdd á einum mánuði (sbr. neð- anm.grein 22, bls. 64). Halldór sagði raunar löngu seinna að það hafi „verið einir tveir þrír mánuðir sem ég var allur í þessu . . .”8 En ef hitt er rétt að bókinni sé snarað á einum mánuði, þá er þar komin nokkur skýring á því hversu flaustursleg þýðingin er. Hitt er svo annað mál að ef til vill hefði ekki nokkur maður annar getað gert betur á svo skömmum tíma. „Skrítnasta athugasemd greinarhöfundar varðar titil skáldsögunnar í ís- lensku þýðingunni," segir Sigfús. Mér er það fullkomin ráðgáta hvernig Sigfúsi tókst að lesa inn í umfjöllun mína það álit að þýðing titilsins sé svona „ófullkomin" sökum þess að þýðanda hafi „láðst“ að gera annarri merkingu hins tvíræða frum-titils skil, og að þetta sé merki um „vangá“ þýðandans. Segir Sigfús ennfremur að svo „frumstæður tvíræðnisleikur“ sé hvort eð er „ólíkur Hemingway og ekki trúlegt að hann hafi ætlað sér að gera titil bókar sinnar að gátu.“ (101) Skringilegt er að Sigfús skuli sjá „gátu“ í titlinum eins og ég les hann. A Farewell to Arms er afar auðskilinn titill þótt tvíræður sé; hann túlkar á ljósan en öflugan hátt þá samþættingu „ástarsögu“ og „stríðssögu“ sem á sér stað í skáldverkinu. Því sagði ég að „Eitt stærsta vandamál Halldórs" væri titillinn „sem virðist óþýðanlegur á íslensku." (55) Um „vangá“ segi ég ekki eitt orð, enda held ég að Halldór hafi komist eins vel frá þessum vanda og til má ætlast. Þýðing titilsins hlýtur að verða 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.