Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 44
Heinrich Böll Ekki aðeins á jólunum I Það er farið að gæta úrkynjunar í ætt okkar. Við reyndum um hríð að leiða það hjá okkur, en nú hefur verið ákveðið að horfast í augu við hættuna. Enn þori ég ekki að nota orðið hrun, en ógnvekjandi staðreyndum fjölgar svo ört að þær eru orðnar að hættu, sem neyðir mig til að skýra frá atburðum, sem samtímamönnum mun að vísu finnast fjarstæðukenndir en eru eigi að síður staðreyndir sem ekki verður hnekkt. Myglusveppir eyðingarinnar eru farnir að vaxa undir hinni þykku og hörðu skel virðingar okkar. Hrúgur af banvænum sníklum boða endalok vammleysis heillar ættar. Nú hljótum við að harma að við skyldum ekki leggja eyrun við því sem Franz frændi benti snemma á, að „útaf fyrir sig“ meinlaus atburður kynni að hafa svo hræðilegar afleiðingar. Þessi atburður var sjálfur lítilfjörlegur, en nú fylla fjölþættar afleiðingar hans okkur skelfingu. Franz varaði okkur fljótlega við, en því miður naut hann of lítils álits. Hann hafði valið sér starf sem hafði til þessa verið óþekkt í ættinni og hefði átt að vera það áfram. Hann gerðist boxari. Hann, sem var þegar í æsku þunglyndur og svo guðhræddur að það var alltaf talið vera „ástríðu- fullt oflæti“, leiddist snemma út á brautir sem ollu Franz föðurbróð- ur mínum, þeim hjartagóða manni, áhyggjum. Hann naut þess svo mjög að skrópa í skólanum að það hlaut að teljast óeðlilegt. Hann hitti skuggalega náunga í afskekktum görðum og þéttum runnagróðri úthverfanna. Þar iðkuðu þeir hina óvægnu íþrótt, hnefaleika, og létu sig engu skipta þó að þeir vanræktu arfleifð mannsandans. Snemma komu í ljós hjá þessum piltum ódyggðir kynslóðar þeirra, en eins og síðar varð bert reyndist sú kynslóð einskisnýt. Þeir voru svo upp- teknir af viðsjárverðum átökum eigin aldar að þeir sýndu spenn- andi baráttu mannsandans fyrr á öldum engan áhuga. í fyrstu fannst mér æfingar Franz brjóta í bága við guðhræðslu hans. Og þó — nú býður mér ýmislegt í grun. Ég verð að koma að því seinna. 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.