Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 49
Ekki aðeins d jólunum „Friður, friður“ fannst mér ég vera horfinn aftur til tíma sem ég hafði haldið að væri liðinn. Þessi atburður var að vísu óvæntur en samt ekki sérstaklega óvenjulegur. Furðulegt var hins vegar það sem henti mig þremur mánuðum síðar. Það var kominn miður mars og móðir mín hafði sent mig til Franz föðurbróður að athuga hvort hann gæti ekki bjargað henni um eitthvað. Flún hafði ávexti í huga. Eg lötraði yfir í næsta hverfi, loftið var milt og tekið að rökkva. Eg gekk grunlaus framhjá grónum rústum og vanhirtum görðum, opnaði garðshliðið hjá frænda, brá og stansaði skyndilega því að í kvöldkyrrðinni heyrðist greinilega söngur sem barst frá stofu frænda míns. Söngur er fallegur þýskur siður og til eru mörg falleg vorljóð, en hér heyrðist greinilega: „Flann var í jötu lagður . . .“ Eg verð að játa að ég varð undrandi. Eg nálgaðist hægt og beið þess að söngnum lyki. Tjöldin voru dregin fyrir, ég beygði mig að skráargatinu. I þeirri andrá hljómaði hringing dvergabjallanna í eyrum mér og ég heyrði greinilega hvíslið í englinum. Eg þorði ekki að fara inn og gekk hægt heim. Heima olli frásögn mín kátínu. Það var ekki fyrr en Franz leit inn og skýrði nánar frá að við fréttum hvað komið hafði fyrir. A kyndilmessu er jólatrésskrautið tekið niður hérlendis og jóla- trjánum síðan kastað í ruslið, þar sem krakkaónytjungar hirða þau, draga um ösku og alls kyns skran og nota síðan í margs konar leiki. En þessa kyndilmessu skeði hið skelfilega. A kvöldi kyndilmessu, er ljósin höfðu logað í síðasta sinn á trénu og Jóhannes byrjaði að losa dvergana af klemmunum, fór Milla frænka, sem til þessa hafði verið ljúf, að veina aumkunarlega og reyndar svo snöggt og hátt að frændi minn hrökk í kút, missti vald á riðandi trénu og um leið var það skeð. Það brakaði og brast í öllu, dvergar og bjöllur, steðjar og toppengill steyptust niður og frænka mín æpti. Hún æpti í nærfellt viku. Taugalæknar voru kallaðir til með símskeytum, geðlæknar komu æðandi í bílum, en allir, einnig af- burðamenn, ypptu öxlum og yfirgáfu húsið hálf óttaslegnir. Enginn hafði getað stöðvað þessa ógeðfelldu skerandi tónleika. Aðeins sterk- ustu lyf færðu nokkurra stunda hvíld, en skammturinn af Luminal 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.