Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 55
Ekki abeins á jólunum
unnar til þess að kvarta yfir bæði prestinum og aðstoðarprestinum.
Málið var tekið upp á kórréttan hátt og mál höfðað vegna vanrækslu
á skyldum sálusorgara, en prestarnir unnu málið fyrir undirrétti.
Onnur málsókn er enn í undirbúningi.
Til allrar hamingju tókst að hafa uppá klerki, sem látið hafði af
störfum fyrir aldurssakir og bjó í grennd. Pessi hrífandi gamli
herramaður lýsti því elskulega yfir að hann væri reiðubúinn að vera
til taks og fylla uppí eyðuna við kvöldhátíðina. En hér hljóp ég yfir
svolítið. Franz föðurbróðir, sem var nægilega raunsær til að sjá að
engin læknishjálp mundi koma að haldi og neitaði einnig staðfastlega
að beita særingum, var nægilega mikill kaupsýslumaður til þess að
búa sig undir að þetta mundi vara lengi og reikna út hvað væri
hagkvæmast að gera. Það fyrsta var að um miðjan júní var hætt að
gera barnabörnin út í leiðangur af því að það reyndist of dýrt. Hinn
úrræðagóði frændi minn, Jóhannes, sem hefur ágæt sambönd við alla
sem fást við kaupsýslu, þefaði uppi Söderbaum fyrirtækið, sem selur
ný grenitré. Þetta er afkastamikið fyrirtæki, sem hefur um tveggja ára
skeið unnið mjög þarft verk til verndar taugum ættingja minna. Strax
eftir hálft ár breytti fyrirtækið Söderbaum sölu trésins í talsvert
ódýrari áskrift og lýsti sig reiðubúið að láta barrnálasérfræðing sinn
dr. Allfast ákvarða nákvæmlega afhendingartíma, þannig að nýja tréð
kæmi þremur dögum áður en það gamla yrði óhæft, svo að unnt yrði
að skreyta það í ró og næði. Auk þess voru í öryggisskyni geymdar
tvær tylftir dverga og þrír toppenglar hafðir til vara.
Sætindi hafa allt til þessa verið veiki hlekkurinn. Þau höfðu
tilhneigingu til að bráðna og drjúpa af trénu fyrr og enn ákafar en
kertavax, amk. um sumarmánuðina. Sérhver tilraun til að halda
jólaáferð þeirra með hugvitsamlega dulbúnum kælibúnaði hefur
mistekist til þessa. Enn fremur röð af tilraunum sem hafnar voru til
að athuga möguleika á því að styrkja tréð. Því er fjölskyldan þakklát
og opin fyrir öllum framfarasinnuðum hugmyndum sem gætu stuðl-
að að því að draga úr kostnaði við þessa stöðugu jólahátíð.
VI
Þegar hér var komið sögu höfðu kvöldhátíðirnar í húsi föðurbróður
míns staðnað í ákveðnu formi. Safnast var saman við tréð, frænka
mín kom inn, það var kveikt á kertunum, dvergarnir byrjuðu að
45