Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 59
Ekki aðeins á jólunum að óska henni þess. Þegar frænka mín veiktist síðar einu sinni á miðju sumri — hún fékk uppköst og niðurgang, vesalingurinn — var gefið í skyn að henni hefði verið byrlað eitur. En ég lýsi því hérmeð eindregið yfir að þessum rógi var einfaldlega komið á kreik af illgjörnum skyldmennum. Það er ótvírætt sannað að hér var blátt áfram um smitsjúkdóm að ræða, sem hafði borist með einu barna- barnanna. Við rannsókn á hægðum frænku minnar fannst ekki agnarögn af eitri. Á sama sumri komu fram fyrstu þjóðfélagsfjandsamlegu hneigð- irnar hjá Jóhannesi. Hann sagði sig úr kórnum sínum, lýsti því yfir, einnig skriflega, að hann hyggðist ekki leggja frekari rækt við þýskan ljóðasöng. Reyndar, því má skjóta hér inní, var hann ætíð menningar- snauður maður, þrátt fyrir háskólagráðu. Fyrir „Virhymnia“ var það mikið tjón að missa bassasöngvara sinn. Karl mágur hans byrjaði með leynd að hafa samband við útflytj- endaskrifstofur. Draumaland hans varð að uppfylla sérstök skilyrði. Þar máttu ekki vaxa grenitré og innflutningur þeirra varð að vera bannaður eða aldeilis óhugsandi vegna hárra tolla. Auk þess urðu leyndardómar hálfmánabaksturs að vera ókunnir, konu hans vegna, og bannað að syngja jólasálma. Karl kvaðst reiðubúinn að leggja á sig erfiðisvinnu. Bölvun launungar hvílir ekki lengur á þessari viðleitni hans, því að föðurbróðir minn tók einnig skyndilegum og gagngjörum breyting- um. Þetta gerðist á svo óskemmtilegan hátt að við höfðum virkilega ástæðu til að skelfast. Þetta hversdagsmenni, sem ég get aðeins sagt um að er bæði þrjóskur og góðhjartaður, sást á stöðum, sem eru blátt áfram ósiðlegir og munu verða það áfram á meðan heimurinn stendur. Það fréttist af athæfi hans, einnig staðfest af vitnum, sem aðeins orðið hjúskaparbrot á við. Og það skelfilegasta er að hann neitar því ekki, heldur telur sér til málsbóta að hann lifi við aðstæður og skilyrði sem réttlæti sérstök siðferðislögmál. Svo óheppilega vildi til að þessi skyndilega breyting varð einmitt kunn, þegar málið gegn prestunum í sókn hans var tekið fyrir í annað sinn. Franz föðurbróð- ir hlýtur að hafa haft svo slæm áhrif, sem vitni og aumlegur ákærandi, að honum er einum um að kenna að dómur féll einnig prestunum í vil í yfirréttinum. En þetta allt skipti hann engu máli lengur. Hnignun hans var algjör. TMM IV 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.