Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 59
Ekki aðeins á jólunum
að óska henni þess. Þegar frænka mín veiktist síðar einu sinni á miðju
sumri — hún fékk uppköst og niðurgang, vesalingurinn — var gefið í
skyn að henni hefði verið byrlað eitur. En ég lýsi því hérmeð
eindregið yfir að þessum rógi var einfaldlega komið á kreik af
illgjörnum skyldmennum. Það er ótvírætt sannað að hér var blátt
áfram um smitsjúkdóm að ræða, sem hafði borist með einu barna-
barnanna. Við rannsókn á hægðum frænku minnar fannst ekki
agnarögn af eitri.
Á sama sumri komu fram fyrstu þjóðfélagsfjandsamlegu hneigð-
irnar hjá Jóhannesi. Hann sagði sig úr kórnum sínum, lýsti því yfir,
einnig skriflega, að hann hyggðist ekki leggja frekari rækt við þýskan
ljóðasöng. Reyndar, því má skjóta hér inní, var hann ætíð menningar-
snauður maður, þrátt fyrir háskólagráðu. Fyrir „Virhymnia“ var það
mikið tjón að missa bassasöngvara sinn.
Karl mágur hans byrjaði með leynd að hafa samband við útflytj-
endaskrifstofur. Draumaland hans varð að uppfylla sérstök skilyrði.
Þar máttu ekki vaxa grenitré og innflutningur þeirra varð að vera
bannaður eða aldeilis óhugsandi vegna hárra tolla. Auk þess urðu
leyndardómar hálfmánabaksturs að vera ókunnir, konu hans vegna,
og bannað að syngja jólasálma. Karl kvaðst reiðubúinn að leggja á sig
erfiðisvinnu.
Bölvun launungar hvílir ekki lengur á þessari viðleitni hans, því að
föðurbróðir minn tók einnig skyndilegum og gagngjörum breyting-
um. Þetta gerðist á svo óskemmtilegan hátt að við höfðum virkilega
ástæðu til að skelfast. Þetta hversdagsmenni, sem ég get aðeins sagt
um að er bæði þrjóskur og góðhjartaður, sást á stöðum, sem eru blátt
áfram ósiðlegir og munu verða það áfram á meðan heimurinn
stendur. Það fréttist af athæfi hans, einnig staðfest af vitnum, sem
aðeins orðið hjúskaparbrot á við. Og það skelfilegasta er að hann
neitar því ekki, heldur telur sér til málsbóta að hann lifi við aðstæður
og skilyrði sem réttlæti sérstök siðferðislögmál. Svo óheppilega vildi
til að þessi skyndilega breyting varð einmitt kunn, þegar málið gegn
prestunum í sókn hans var tekið fyrir í annað sinn. Franz föðurbróð-
ir hlýtur að hafa haft svo slæm áhrif, sem vitni og aumlegur ákærandi,
að honum er einum um að kenna að dómur féll einnig prestunum í vil
í yfirréttinum. En þetta allt skipti hann engu máli lengur. Hnignun
hans var algjör.
TMM IV
49