Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 65
„Frelsið þverr dag frá degi“ Síðasta viðtal Heinrichs Böll (Blaðamaðurinn Margarete Limberg átti þetta viðtal við Böll 11. júní 1985, rúmum mánuði áðuren hann féll frá.) Heinrich Böll, í stríðslok ólu margir á vonum um að Þjóðverjar gætu byrjað uppá nýtt, frá grunni. Varst pú einn af þeim ? Vonirnar vöknuðu seint. I stríðslok var ég í fjöldafangabúðum í Frakk- landi, bandarískum fangabúðum, og gerði mér engar hugmyndir um pólit- íska framvindu í Þýskalandi. Varanlegt áhyggjuefni stríðsfangans er hungr- ið. Eg gat alls ekki gert mér í hugarlund að aftur yrði til Þýskaland í neinni mynd. Eg hafði ekki hugmynd um að bæði meðal pólitískra flóttamanna og jafnvel í fangabúðunum voru pólitískir fangar á borð við Eugen Kogon farnir að gera nýjar áætlanir fyrir Þýskaland, höfðu lengi velt þeim fyrir sér og voru með fastmótaðar hugmyndir. Fyrir mér var ekki um að ræða núllpunkt sögunnar, heldur stund neindar og tóms. Einsog komið var fyrir Þýskalandi og Evrópu hugsaði ég um það eitt, hvort ég yrði dæmdur í tíu, tuttugu eða þrjátíu ára nauðungarvinnu. Eg hugsaði um fjölskyldu mína, hvernig hún hefði lifað af stríðið — konan mín átti von á sér — svo ég var fyrst og fremst með hugann við persónuleg vandamál, nákomin áhyggjuefni, og framar öllu öðru við hungur og kulda. Síðan kom ég heim mjög snemma, tiltölulega snemma, í árslok 1945. Við fluttumst aftur til Kölnar, sem var rústir einar, og vorum eiginlega bónbjargafólk. Við endurreistum hús, sem var að hálfu í rúst, en við áttum það ekki, það var ríkiseign. Eg komst fyrst í kynni við fólk, sem var að velta fyrir sér pólitískum framtíðarmöguleikum, í kringum 1947. Framtil þess tíma var ég fársjúkur og lémagna og var í rauninni ekki umhugað um annað en skrifa. Þetta var fólk sem ég kannaðist við úr kaþólsku æskulýðshreyfingunni, fólk sem hafði lifað af stríðið og var á svipuðu reki og ég. Eg á ekki við Junge Union, sem ekki var til á þeim tíma, heldur svipaða hreyfingu, sem var bæði kaþólsk og and-fasísk. Fyrstu kynni mín af pólitískri stefnuskrá urðu þegar ég sá Ahlen-áætlunina, sem hafði geysisterk áhrif á mig og fól að mínu mati í sér raunhæfar tillögur um hugsanlega pólitíska framtíð fyrir Þýskaland. A þeim tíma var ég einungis í tengslum við pólitíska hópa af þessari gerð, eldra fólk, flest á sama aldri, fólk sem hafði lifað af; þeir voru fáir og smáir. Þú verður að reyna að setja þér þetta fyrir sjónir: ástandið — við skulum segja hið tölfræðilega ástand — var fáránlegt. Árið 1945 held ég að áttræðar 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.