Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 65
„Frelsið þverr dag frá degi“
Síðasta viðtal Heinrichs Böll
(Blaðamaðurinn Margarete Limberg átti þetta viðtal við Böll 11. júní 1985, rúmum mánuði
áðuren hann féll frá.)
Heinrich Böll, í stríðslok ólu margir á vonum um að Þjóðverjar gætu byrjað
uppá nýtt, frá grunni. Varst pú einn af þeim ?
Vonirnar vöknuðu seint. I stríðslok var ég í fjöldafangabúðum í Frakk-
landi, bandarískum fangabúðum, og gerði mér engar hugmyndir um pólit-
íska framvindu í Þýskalandi. Varanlegt áhyggjuefni stríðsfangans er hungr-
ið. Eg gat alls ekki gert mér í hugarlund að aftur yrði til Þýskaland í neinni
mynd. Eg hafði ekki hugmynd um að bæði meðal pólitískra flóttamanna og
jafnvel í fangabúðunum voru pólitískir fangar á borð við Eugen Kogon
farnir að gera nýjar áætlanir fyrir Þýskaland, höfðu lengi velt þeim fyrir sér
og voru með fastmótaðar hugmyndir.
Fyrir mér var ekki um að ræða núllpunkt sögunnar, heldur stund neindar
og tóms. Einsog komið var fyrir Þýskalandi og Evrópu hugsaði ég um það
eitt, hvort ég yrði dæmdur í tíu, tuttugu eða þrjátíu ára nauðungarvinnu. Eg
hugsaði um fjölskyldu mína, hvernig hún hefði lifað af stríðið — konan mín
átti von á sér — svo ég var fyrst og fremst með hugann við persónuleg
vandamál, nákomin áhyggjuefni, og framar öllu öðru við hungur og kulda.
Síðan kom ég heim mjög snemma, tiltölulega snemma, í árslok 1945. Við
fluttumst aftur til Kölnar, sem var rústir einar, og vorum eiginlega
bónbjargafólk. Við endurreistum hús, sem var að hálfu í rúst, en við áttum
það ekki, það var ríkiseign.
Eg komst fyrst í kynni við fólk, sem var að velta fyrir sér pólitískum
framtíðarmöguleikum, í kringum 1947. Framtil þess tíma var ég fársjúkur
og lémagna og var í rauninni ekki umhugað um annað en skrifa. Þetta var
fólk sem ég kannaðist við úr kaþólsku æskulýðshreyfingunni, fólk sem
hafði lifað af stríðið og var á svipuðu reki og ég. Eg á ekki við Junge Union,
sem ekki var til á þeim tíma, heldur svipaða hreyfingu, sem var bæði
kaþólsk og and-fasísk. Fyrstu kynni mín af pólitískri stefnuskrá urðu þegar
ég sá Ahlen-áætlunina, sem hafði geysisterk áhrif á mig og fól að mínu mati í
sér raunhæfar tillögur um hugsanlega pólitíska framtíð fyrir Þýskaland. A
þeim tíma var ég einungis í tengslum við pólitíska hópa af þessari gerð, eldra
fólk, flest á sama aldri, fólk sem hafði lifað af; þeir voru fáir og smáir. Þú
verður að reyna að setja þér þetta fyrir sjónir: ástandið — við skulum segja
hið tölfræðilega ástand — var fáránlegt. Árið 1945 held ég að áttræðar
55