Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 72
Frelsið þverr dag frá degi á sama hátt og landið glatast smátt og smátt
undir akvegi og annað þessháttar.
Eg lít á hvern þann einstakling sem frjálsan mann, sem getur með vinnu
sinni aflað sjálfum sér og fjölskyldu sinni viðurværis. Bátmennirnir á Rín og
bændurnir voru ævinlega í mínum augum holdtekja hins frjálsa manns, með
öllum þeim áhættum sem þeir taka og öllum þeim áföllum sem þeir verða að
horfast í augu við. Þeim fækkar með hverjum degi.
Þetta á sér sömuleiðis stað í minni starfsgrein, afþví hún er líka óháð
starfsgrein; starfsbræður mínir eru daglega að týna frelsi sínu, einnig
efnahagslegu frelsi. Okkur er tamt að hugsa einungis um stórstirnin með
metsölubækurnar, en þeir eru innanvið tveir af hundraði rithöfunda, og
hinir vinna af engu minni alúð, stundum jafnvel meiri alúð. Þessi stjörnu-
dýrkun á öllum sviðum er fáránleg. Hér er líka verið að afmá frelsið, og
einnig má nefna kvikmyndagerðina.
Eg er sannfærður um að gera mætti kvikmynd, hvernig sem henni væri
háttað, með ungum þýskum leikurum sem kynnu að vera okkur gersamlega
ókunnir. En menn telja sig nauðbeygða til að sækja stórstirni, sem með
launakröfum sínum gera myndina miklu dýrari en vera þyrfti. Öll þessi
þróun er ískyggileg.
Að þessu leyti erum við þegar amríkaníseraðir. Að sjálfsögðu eru góðar
hliðar á Amríku, margar jákvæðar hliðar; hún er fjölbreytt land með mörg
jarðfræðileg, landfræðileg og vitsmunaleg tilbrigði, en ég á við ómengaða
iðnvæðingu menningarinnar. Hún er ákaflega slæm. Iðnvæðing, samþjöpp-
un, þar er hin skæða hætta.
Þú sagðir að ögn af frelsi dæi œvinlega þegar frjálsar atvinnugreinar
legðust af Er hér um að ræða mál sem heimfæra má uppá þjóðfélagið
almennt?
Eg lít ekki á hugtakið frjálsar atvinnugreinar frá efnahagslegu sjónarmiði,
það er skilgreiningaratriði skattayfirvalda sem ræða mætti, en skiptir ekki
máli í þessu samhengi. Við sjáum sömu þróun meðal lögfræðinga og lækna,
sem margir hverjir eiga erfitt uppdráttar, en það merkir að þeir séu að týna
frelsi sínu, hvort sem um er að ræða pólitískt frelsi eða frelsi til að taka
ákvarðanir. Þar felst hin mikla hætta. Allar frjálsar starfsgreinar, þarmeð
talin ritlist og myndlist, eiga þetta sammerkt: alltaf eru einn eða tveir blásnir
upp, kvikmyndaleikarar, einn eða tveir rithöfundar, einn eða tveir myndlist-
armenn, kannski tíu eða tuttugu, en allir hinir liggja óbættir hjá garði. Það
ætti að vekja áhuga stjórnmálamanna sem eru með frelsið á vörunum að
minnstakosti tíu sinnum á dag.
Sigurður A. Magnússon þýddi
62