Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 83
Dagný Kristjánsdóttir
Kvennamál og kvennamenning
Af nýjum kvennarannsóknum í bókmenntum
Brjálaða konan í kvistherberginu
Bandarísku bókmenntafræðingarnir Sandra M. Gilbert og Susan Gubar
sendu frá sér þá hina miklu bók Brjálaða konan í kvistherberginu (The
Madwoman in the Attic) árið 1970.1 Meginhluti hennar er greining á
mikilvægustu verkum nokkurra engilsaxneskra skáldkvenna á 19. öldinni,
með tilvísunum til bókmennta kvenna og karla bæði fyrr og síðar. Það er þó
inngangshluti bókarinnar sem þyngst vegur fræðilega, en þar gera höfund-
arnir grein fyrir forsendum sínum og niðurstöðum.
I innganginum leggja Gilbert og Gubar fram kenningar um vestræna
karlabókmenntahefð, stöðu kvenna gagnvart henni og áhrif þeirrar stöðu á
sjálfsskilning kvenrithöfunda. Þær ræða síðan viðbrögð kvennanna eða svör
þeirra í bókmenntunum og setja fram kenningar um sérstök mynstur í
bókmenntum kvenna á 19. öld — jafnvel á 20. öld líka. Þetta er ekkert
smáverkefni og Gilbert og Gubar leysa það af mikilli þekkingu, fjöri,
rökfestu og ritleikni.2
Hefðin
I fyrsta hluta inngangsins fjalla Gilbert og Gubar um vestræna karlabók-
menntahefð og stöðu kvenna gagnvart henni. Þær lýsa því hvernig bók-
menntahefðin hefur verið á valdi karlmanna frá því elstu menn muna og
hvernig sjálf sköpunargáfan var skilgreind sem náðargáfa karlmönnum gefin
— ekki konum. A 19. öldinni sögðu karlmenn hver öðrum að sköpunargáf-
an væri það sem greindi þá frá konunum. Það, hvernig feðraveldið eignaði
(eignar) sér listsköpun og ímyndunarafl, kemur prýðilega fram í því að
höfundurinn „feðrar" verk sitt, viti maður ekki hver hefur ort vísu verður
að „feðra“ hana. Yfirráð karlkynsins yfir bókmenntunum eru innbyggð í
sjálft tungumálið, jafnt í íslensku sem ensku.
Orðið „höfundur“ er samstofna sögninni „hefja“ og nafnorðunum „upp-
haf“ og „upphafsmaður". Á bak við orðið „höfundur“ er heill bálkur af
merkingarmiðum, tilvísunum til sköpunar, valds, eignarréttar. „Höfund-
73