Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 89
Kvennamál og kvennamenning ur“6 og kvenhöfundar sakna formæðra, þrá fyrirmyndir en óttast þær ekki. Barátta kvenna í bókmenntasögunni er „ekki barátta gegn því hvernig karlkyns forverar þeirra túlkuðu heiminn, heldur því hvernig þeir túlkuðu þær“ (49). I þeirri baráttu urðu konur að endurskoða karlabókmenntirnar, rangtúlka þær, flýja þær til að skapa olnbogarúm fyrir sjálfar sig. A 19. öldinni mælti fjöldamargt gegn því að konur legðu á þennan bratta. Margar gerðu það þó. Karlahefðin var sterk og innri og ytri mótstaða mikil. Ef konur vildu skrifa, án þess að vera hafðar að háði og spotti eða sæta ofsóknum og árásum, þá gátu þær valið einhvern eftirfarandi kosta: Þær gátu skrifað undir karlmannsnafni, tekið á sig karlmannsgerfi — og það gerðu margar. Þær gátu beðið linnulítillar afsökunar á bókmenntum sínum, niðurlægt þær og undirstrikað sjálfar að ekki væru þetta nú merkilegir textar né ætlað mikið hlutverk. Eða þær gátu skrifað bókmenntir sem fólu í sér þeirra eigin sannleika — en fólu hann vel. Bókmenntum hinna miklu skáldkvenna á 19. öldinni er hægt að lýsa með myndmáli úr handritafræðum. „Palimpsest" er skinnhandrit sem er tvískrif- að, texti hefur verið skafinn burt til að hægt sé að skrifa nýjan. Með sérstakri tækni má þó kalla fram undirtextann. Þannig voru mikilvægustu bókmenntir kvenna á 19. öldinni (og þeirri 20. líka) segja Gilbert og Gubar (75). Með því að greina bókmenntir helstu kvenskálda Engilsaxa á 19. öldinni, lesa þær úr verkunum ákveðna undirtexta, ákveðinn boðskap, reiði, falda uppreisn gegn kúgun á konum jafnt í þjóðfélagi sem í bókmenntahefðinni.7 Þær benda á að konur á 19. öld voru lokaðar inni, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, og í bókmenntum þeirra er ágengt myndmál sem lýsir innilokun, flótta, ótta við innilokun (claustrophobia) og andstæðu hans — ótta við víðáttu, opin svæði (agoraphobia). Vanlíðan er lýst og veikindum, sjúkdóm- um sem orsakast af andlegum vandamálum og eru í raun sjálfstortímandi uppreisn. En algengast og mikilvægast er þó uppgjör kvennanna við engils- ófreskju kvengerðirnar úr karlabókunum. Ófreskjan, illa og brjálaða konan, er forsenda engilsins í kvennabók- menntunum og oft er hún eins konar tvífari hans. Ófreskjan er skapandi kona, hún segir sögur, hún er „plotter". Henni farnast ekki vel, en hún hefur áhrif á líf engilsins. Þetta mynstur er skýrt í frægri sögu Charlotte Bronte,Jane Eyre. Jane er barnfóstra hjá hefðarmanninum Rochester og verður að taka á honum stóra sínum til að bæla tilfinningar sínar og sjálfstæðisþrá í vistinni. Brjálaða konan er kona Rochester, lokuð inni í kvistherbergi hússins. Hún er mikil kynvera, hættuleg, slæg og reið. Þegar þær Jane mætast verða hvörf í lífi Jane, hún tekur ákvarðanir um framtíð sína, fer sína leið til sjálfstæðis og frelsis. 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.