Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 103
Goðgá Hjalta Skeggjasonar svo á, að orðið goþ merkti þar goð heiðinna. En er alveg víst að svo sé? Eins og síðar verður bent á, var tæplega annars að vænta fyrir 1200 en að ritað sé goþ, hvort sem átt var við guð kristinna manna eða goð heiðinna. Frumrit Ara fróða að Islendingabók er ekki til. Elstu varðveitt handrit hennar eru tvær uppskriftir, sem séra Jón Erlendsson í Villingaholti, d. 1672, gerði eftir 1650, líklega fyrir Brynjólf biskup Sveinsson. Voru þær skrifaðar eftir skinnhandriti, sem talið er líklegt að hafi verið frá því um 1200. Hafa fræðimenn, svo sem Jakob Benediktsson og Björn Sigfússon, látið í ljós þá skoðun, að það muni hafa farið nærri frumtexta Ara, — a.m.k. muni um 1200 og síðan ekki hafa verið til trúrra eftirrit af íslendingabók en það sem forrit Jóns Erlendssonar er skrifað eftir. Enda voru þá ekki liðin nema 70 — 80 ár frá samningu bókarinnar. Og að því er kviðling Hjalta varðar, er engan veginn víst að t.d. Kristni saga hafi hann beint úr íslend- ingabók. Það er því öll ástæða til að ætla að kviðlingur Hjalta sé óbrenglað- ur til okkar kominn. Hvernig stafsetti presturinn Ari fróði orðið guð og hvernig bar hann það fram? Þetta kann að virðast erfið spurning, en það vill svo vel til að við höfum mjög góðan vitnisburð um það hvernig samtímamaður Ara, líklega prest- lærður eins og hann og hugsanlega honum nákominn, hefur stafsett og borið fram þetta orð. í Ormsbók, handritinu AM 242 fol., einu af aðalhandritum Snorra-Eddu er m.a. Fyrsta málfrteðiritgerbin, sem hiklaust má telja meðal okkar ágæt- ustu þjóðardýrgripa. Þetta handrit er talið vera frá því um 1350. Ritháttur meginmáls þess ber mjög svip þess sem tíðkaðist um miðja 14. öld. En í þessari ritgerð eru mörg málfræðileg dæmi, sem hljóta að bera svip frum- gerðarinnar, því að ef þeim væri breytt yrðu þau mörg alveg óskiljanleg. Ekki hefur reynst unnt að ákvarða af nákvæmni hvenær fyrsta málfræði- ritgerðin hefur verið samin, en sterkust rök hníga að því að það hafi verið á tímabilinu 1125 — 1175. (Sjá: Hreinn Benediktsson: The First Grammatical Treatise, Rvk. 1972, 2.2.3 og 2.2.4) Það hefur heldur ekki tekist að færa óyggjandi rök að því hver hafi verið höfundurinn. Sú tilgáta sem mestan stuðning hefur fengið er sú, að það hafi verið Hallur Teitsson í Haukadal, sonarsonur Isleifs biskups. Hallur var kjörinn biskup í Skálholti 1149, en honum entist ekki aldur til að fá vígslu, því að hann andaðist áður, árið 1150. Sé sú tilgáta rétt, styttist líklegt tímabil samningar ritgerðarinnar um a.m.k. 25 ár, — 1125 til í síðasta lagi 1149. Mestar líkur eru á því að íslendingabók hafi verið samin, í þeirri gerð sem við höfum hana, á bilinu 1125 — 1130. Málfræðiritgerðin ber það með sér að hún sé samin síðar en Islendingabók, því að þar er rætt um „þau hin 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.