Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 104
Tímarit Máls og menningar
spaklegu fræði er Ari Þorgilsson hefir á bækur sett af skynsamlegu viti.“ —
Ekki er að vísu hægt að útiloka þann möguleika, að höfundur ritgerðarinnar
hefði getað komist svo að orði ef hann hefði verið kunnugur Ara, þekkt
eldri gerð Islendingabókar og vitað um önnur fræðastörf hans t.d. í sam-
bandi við samantekt Landnámu. En slíkt skiptir litlu máli fyrir það sem hér
er til umræðu.
Af öllu að dæma er það greinilegt, að ekki hefur liðið langur tími milli
samningar þessara tveggja rita. Höfundar þeirra hafa verið samtímamenn.
Hallur Teitsson og Ari fróði ólust upp saman í Haukadal og hafa hlotið
sömu eða líka menntun þar hjá Teiti Isleifssyni. Þeir hafa því verið
gagnkunnugir hvor öðrum.
En þótt hafnað sé þeirri tilgátu að Hallur hafi verið höfundur málfræðirit-
gerðarinnar, þá er mjög ólíklegt að sá lærði og mikilhæfi maður, sem samdi
hana, hafi ekki verið í miklum kynnum við Ara fróða og notað sama rithátt
og framburð sem hann.
I málfræðiritgerðinni kemur orðið guð tvisvar fyrir, en er ritað með
tvennu móti í Ormsbók. I annað skiptið er það í meginmálinu og er ritað
gvð. Þar segir svo: „Nv lyk ek her vm ræðv raddar stafanna enn ek leita við
ef gvd lofar at ræða nakkvat vm samhljóðendur." I hitt skiptið kemur orðið
fyrir í málfræðidæmi til þess að sýna muninn á stuttu og löngu o.
Höfundurinn notar sömu aðferð og nútíma málvísindamenn til að sýna
mismun hljóða, að velja til samanburðar orð sem eru eins að undanteknu
einu hljóði. Hefur það verið kallað umskiptaaðferð. Til þess að sýna
muninn á stuttu og löngu o velur hann orðin guð og góð, eins og við
myndum rita. En hann ritar goþ:góþ og til skýringar segir hann: „Sv kona
g<?fgar goþ es sialf es góþ“. (Til skýringar skal þess getið að broddur yfir
staf táknaði á þessum tíma langt hljóð, en breytti ekki sjálfu hljóðgildinu. Ef
við fylgdum nú sömu reglu myndum við rita: gót — nafnorð af að gjóta —
og got, það sem við nú skrifum gott.)
Ekki þarf að velta því lengi fyrir sér hvor rithátturinn sé úr frumritinu.
Gvð er í meginmálinu, sem ber svip af rithætti 14. aldar eins og áður er sagt,
en goþ er í málfræðidæmi og er alveg augljóst að þar gæti ekki staðið
gvð:góþ. Það væri tóm vitleysa. Stafurinn ð tíðkaðist heldur ekki í handrit-
um fyrir 1200 og fram yfir 1200 sést í handritum að ritað er goþ, þar sem
verið er að tala um guð kristinna manna, svo sem í kristilegum textum.
Rithátturinn gvð mun því ekki vera kominn úr handriti höfundar málfræði-
ritgerðarinnar. Þar hefur óefað staðið goþ og verið borið fram með stuttu o.
Dæmið sem höfundur ritgerðarinnar tekur sýnir svo glöggt sem verða má
bæði stafsetningu orðsins og framburð, það er sama sem hljóðritað. Sér-
hljóðið í goþ er stutt o, gagnstætt því sem sérhljóðið í góþ er langt o. Og
94