Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar spaklegu fræði er Ari Þorgilsson hefir á bækur sett af skynsamlegu viti.“ — Ekki er að vísu hægt að útiloka þann möguleika, að höfundur ritgerðarinnar hefði getað komist svo að orði ef hann hefði verið kunnugur Ara, þekkt eldri gerð Islendingabókar og vitað um önnur fræðastörf hans t.d. í sam- bandi við samantekt Landnámu. En slíkt skiptir litlu máli fyrir það sem hér er til umræðu. Af öllu að dæma er það greinilegt, að ekki hefur liðið langur tími milli samningar þessara tveggja rita. Höfundar þeirra hafa verið samtímamenn. Hallur Teitsson og Ari fróði ólust upp saman í Haukadal og hafa hlotið sömu eða líka menntun þar hjá Teiti Isleifssyni. Þeir hafa því verið gagnkunnugir hvor öðrum. En þótt hafnað sé þeirri tilgátu að Hallur hafi verið höfundur málfræðirit- gerðarinnar, þá er mjög ólíklegt að sá lærði og mikilhæfi maður, sem samdi hana, hafi ekki verið í miklum kynnum við Ara fróða og notað sama rithátt og framburð sem hann. I málfræðiritgerðinni kemur orðið guð tvisvar fyrir, en er ritað með tvennu móti í Ormsbók. I annað skiptið er það í meginmálinu og er ritað gvð. Þar segir svo: „Nv lyk ek her vm ræðv raddar stafanna enn ek leita við ef gvd lofar at ræða nakkvat vm samhljóðendur." I hitt skiptið kemur orðið fyrir í málfræðidæmi til þess að sýna muninn á stuttu og löngu o. Höfundurinn notar sömu aðferð og nútíma málvísindamenn til að sýna mismun hljóða, að velja til samanburðar orð sem eru eins að undanteknu einu hljóði. Hefur það verið kallað umskiptaaðferð. Til þess að sýna muninn á stuttu og löngu o velur hann orðin guð og góð, eins og við myndum rita. En hann ritar goþ:góþ og til skýringar segir hann: „Sv kona g<?fgar goþ es sialf es góþ“. (Til skýringar skal þess getið að broddur yfir staf táknaði á þessum tíma langt hljóð, en breytti ekki sjálfu hljóðgildinu. Ef við fylgdum nú sömu reglu myndum við rita: gót — nafnorð af að gjóta — og got, það sem við nú skrifum gott.) Ekki þarf að velta því lengi fyrir sér hvor rithátturinn sé úr frumritinu. Gvð er í meginmálinu, sem ber svip af rithætti 14. aldar eins og áður er sagt, en goþ er í málfræðidæmi og er alveg augljóst að þar gæti ekki staðið gvð:góþ. Það væri tóm vitleysa. Stafurinn ð tíðkaðist heldur ekki í handrit- um fyrir 1200 og fram yfir 1200 sést í handritum að ritað er goþ, þar sem verið er að tala um guð kristinna manna, svo sem í kristilegum textum. Rithátturinn gvð mun því ekki vera kominn úr handriti höfundar málfræði- ritgerðarinnar. Þar hefur óefað staðið goþ og verið borið fram með stuttu o. Dæmið sem höfundur ritgerðarinnar tekur sýnir svo glöggt sem verða má bæði stafsetningu orðsins og framburð, það er sama sem hljóðritað. Sér- hljóðið í goþ er stutt o, gagnstætt því sem sérhljóðið í góþ er langt o. Og 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.