Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 108
Tímarit Máls og menningar hún átti þátt í að halda ofbeldi í skefjum og hún gaf metnaðargjörnum einstaklingum tækifæri til að auðgast og láta að sér kveða. Umbob og fréttaflutningur Þegar milliganga fer þannig fram að einhver fer með mál annars í umboði hans er það niðurstaða samninga þar sem stuðningur er keyptur eða fenginn með öðrum hætti. Þegar valdamiklir menn í héraði tóku við málum breyttist smávægileg deila milli bænda oft í meiri háttar átök þar sem milligöngu- menn þurftu að styðjast við net sambanda og skuldbindinga til að fá fram æskilega lausn. Oft voru umboðsmenn þess megnugir að veita aðstoð vegna þess að þeir voru lögfróðir eða af því að þeir áttu ríka ættingja eða aðra bandamenn. Astæður manna til að taka að sér mál voru margvíslegar, allt frá ágirnd til hefndarþorsta, þótt stöku sinnum bregði einnig fyrir göfug- mennsku. Tilefni deilumála gat verið margvíslegt. Menn deildu um heiður, girndarráð eða eignir. En framvinda mála, hvernig þau mögnuðust eða voru leyst5 fór mjög eftir afskiptum umboðsmanna, og þeir eru meðal eftir- minnilegustu persóna í sögunum. Snorri goði var td. slyngur milligöngu- maður, sem nærri alltaf tókst að snúa málum sér í hag. Aðrir milligöngu- menn — Njáll, Helgi Droplaugarson, Þórður gellir, Mörður Valgarðsson, Guðmundur dýri, Sámur Bjarnason — tóku að sér mál, flæktu þau eða leystu. Án þeirra væru sögurnar allt öðru vísi. Þeir sem þurftu á hjálp að halda gátu ekki alltaf treyst sínum eigin goða og urðu að leita til annarra. Stundum þurfti að ganga fyrir marga umboðsmenn áður en tókst að finna nokkurn sem bæði var fús til og fær um að taka málið að sér eða veita lið. Kalla má að slíkar umleitanir séu fastur liður í frásögnum af minniháttar deilumálum, einatt býsna nákvæmar. Sem dæmi má taka frásögn Eyrbyggju af því er Þorgerður ekkja Vigfúsar í Drápuhlíð reið milli höfðingja á Snæfellsnesi til að fá þá til að taka að sér eftirmál eftir mann hennar. Milligöngumenn heimtuðu einatt umbun til að vega á móti þeirri hættu sem þeir lögðu sig í. Borgun gat verið í landeignum, lausafé eða öðrum verðmætum, en þegar til lengdar lét hefur mestu varðað að stofna til nýrra bandalaga við einstaklinga eða ættir. Kvaðir eru lykillinn að umboðsfyrirkomulagi. Af þeim sökum er ættar- tengslum manna lýst í sögunum, annaðhvort áður en deilumál hefjast eða meðan þau standa yfir. Með ættartengslum má flokka kvaðir sem myndast hafa við barnfóstur, með tengdum eða fóstbræðralagi. Bandalög út fyrir ættina var hægt að mynda með veislum eða gjöfum vegna þess að sá sem þá veislur eða gjafir varð skuldbundinn gefandanum. I 48. vísu Hávamála er lýst viðhorfi þess sem verður skuldbundinn öðrum: „Sýtir æ glöggr við gjöfum." 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.