Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 112
Tímarit Mdls og menningar
býður honum að leysa málið á friðsamlegan hátt. Þessari lausn er hafnað og
ágreiningurinn verður að alvarlegri deilu:
Þá fór hann til móts við Þórð ok bað hann bæta sér ok mælti vel til, bað hann
gera hvárt, er hann vildi, fá sér tvævetra geldinga jafnmarga eða fæða ærnar
eptir um vetrinn. En hann kvazk hvártki vilja.
Þótt lausninni, sem Þórður stakk uppá, hafi verið hafnað er hún samt
athöfn, sem skiptir máli fyrir atburðarásina og því virkur frásagnarliður.
Aðalatriðið er að reynt var að leysa deiluna en ekki hvernig átti að fara að
því, hve langur tími leið eða hver árangur varð í fyrstu atrennu. Sjaldan
finnast endanlegar lausnir í sögum; þvert á móti leiða flestar þeirra til nýrra
átaka. I þessu dæmi fellur deilan í nýjan farveg þegar Þórður hafnar sættum.
Hann treystir á bandalag sitt við Helga Abjarnarson. Textinn flytur upplýs-
ingar:
[Þórðr] kvazk lítt njóta þess, er hann fæddi Helga Ásbjarnarsyni barn, ef
hann skyldi hér fé fyrir gjalda.
Síðan tekur við milliganga — umboð:
Sfðan fór Þorgeirr á fund Helga Ásbjarnarsonar ok sagði honum til. Hann
segir: „Ek vil, at Þórðr bæti þér, ok hefir þú rétt at tala, ok ber honum til orð
mín.“
Lausn (hafnað);
Þorgeirr fann Þórð ok fekk ekki af.
Þegar þessi tilraun til að leysa málið fer út um þúfur heldur deildan áfram.
Þorgeir leitar nú til annars framámanns, Helga Droplaugarsonar. Aftur
kemur milliganga — umboð:
Fór hann síðan til móts við Helga Droplaugarson ok bað hann taka við
málinu, — „ok vil ek, at þú hafir þat, er af íæsk.“ Ok at þessu tók Helgi málit.
Þorgeir gerir sér grein fyrir að hann getur ekki sjálfur leyst málið á
ákjósanlegan hátt, svo að hann afsalar sér rétti til bóta og býður Helga
Droplaugarsyni að taka við málinu gegn því að hann fái það sem upp úr því
hefst. Þorgeir veit að Helgi Droplaugarson muni verða feginn að fá tilefni til
að takast á við keppinaut sinn og fylgja málinu fast eftir. Nú fylgja átök:
Um várit fór Helgi Droplaugarson á Geirólfseyri ok stefndi Þórði til alþingis,
kallaði hann leynt hafa á sauðnum þjóflaunum ok stolit nytinni.
Þorgeir vonast nú ekki eftir neinu nema hefnd, því að allar bætur, sem
honum kunna að verða dæmdar, munu falla til Helga Droplaugarsonar,
umboðsmannsins. Þetta er gott dæmi um hvernig eignir færðust milli manna
í bændasamfélaginu og hvernig völd færðust milli keppinauta. Helgi Drop-
laugarson stefnir skjólstæðingi óvinar síns bæði fyrir að stela fénu og
nytinni og fer að í samræmi vi Grágás Ib, 162.9
Næsta stig deilunnar er nú undirbúið og báðir Helgarnir fá vini til liðs við
sig. Um þetta fáum við upplýsingar:
102