Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 118
Tímarit Máls og menningar
ógnuðu ekki stjórn- og efnahagskerfi Kína heldur tóku innrásarmennirnir
upp kínverska stjórnarhætti og kínverska menningu sem Kínverjum þótti
sanna yfirburði kínverska þjóðfélagsins.
Innrás vestrænnar heimsvaldastefnu var augljóslega annars eðlis en
innrásir nágrannaþjóða, sem lengi höfðu verið í snertingu við kínverska
menningu, þótt það tæki nokkurn tíma fyrir Kínverja að átta sig á því.
Vestræn ríki öfunduðu Kínverja ekki af auðugu akurlendi og vestrænar
þjóðir dreymdi síður en svo um að flytjast til Kína og njóta lystisemda
kínverskrar hámenningar. Orsakanna fyrir heimsvaldastefnu og útþenslu-
stefnu auðvaldsríkjanna í vestri var að leita í efnahags- og þjóðfélagskerfi
þeirra sem var algjör andstæða við staðnað akuryrkjusamfélag kínverska
keisaraveldisins.
Það var útilokað að hið tvö þúsund ára gamla keisaraveldi gæti lagað sig
að nýjum heimi alþjóðlegra viðskipta, auðvalds og iðnvæðingar. Keisara-
veldið beið hvern ósigurinn á fætur öðrum fyrir heimsvaldastefnunni og
stöðugt fleiri Kínverjar gerðu sér grein fyrir nauðsyn grundvallarbreytingar
á þjóðfélagskerfinu til að Kína gæti staðið auðvaldsríkjunum á sporði. Þar
kom að lokum að þjóðernissinnar steyptu keisaraveldinu árið 1911 og
stofnuðu lýðveldi í Kína.
Þjóðernissinnar töldu að fall keisaraveldisins myndi binda enda á niður-
lægingu Kína í samskiptum við önnur ríki. Kína kæmist aftur í röð
öflugustu ríkja veraldar, frelsi og lýðræði yrði tryggt og ör þróun iðnaðar,
tækni og vísinda myndi færa almenningi meiri velmegun en nokkurn tíma
áður í sögunni. En raunin varð allt önnur. I stað stöðugleika keisaraveldisins
tók við tímabil umróts og glundroða.
Þá þrjá aldarfjórðunga, sem liðnir eru frá byltingu þjóðernissinna, hafa
Kínverjar reynt að finna nýtt jafnvægi, nýtt þjóðfélagskerfi sem uppfyllti
drauma þeirra um auðuga framtíð. En í staðinn fyrir stöðugleika hefur hver
kollsteypan fylgt annarri og Kínverjar eru ennþá meðal fátækustu þjóða
veraldar.
Leit þjóðernissinna að fullkomnu þjóðskipulagi
Hugmyndir þjóðernissinna um öra uppbyggingu nýs og fullkomins þjóðfé-
lags reyndust óraunsæjar. Það var ekki hægt að þurrka út á einni nóttu áhrif
tvö þúsund ára gamals kerfis sem byggði á jafn sterkri menningarhefð og
kínverska þjóðfélagið. Hugmyndir þjóðernissinna um þjóðskipulagið, sem
þeir stefndu að, voru líka langt frá því að vera fullmótaðar.
Mikilvægasti leiðtogi þjóðernissinnabyltingarinnar og hugmyndafræðing-
ur hennar, Sun Yatsen, sem Kínverjar kalla gjarnan landsföður sinn, hafði
ferðast til Japans, Bandaríkjanna og Evrópu og hann sótti hugmyndir sínar
108