Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 118
Tímarit Máls og menningar ógnuðu ekki stjórn- og efnahagskerfi Kína heldur tóku innrásarmennirnir upp kínverska stjórnarhætti og kínverska menningu sem Kínverjum þótti sanna yfirburði kínverska þjóðfélagsins. Innrás vestrænnar heimsvaldastefnu var augljóslega annars eðlis en innrásir nágrannaþjóða, sem lengi höfðu verið í snertingu við kínverska menningu, þótt það tæki nokkurn tíma fyrir Kínverja að átta sig á því. Vestræn ríki öfunduðu Kínverja ekki af auðugu akurlendi og vestrænar þjóðir dreymdi síður en svo um að flytjast til Kína og njóta lystisemda kínverskrar hámenningar. Orsakanna fyrir heimsvaldastefnu og útþenslu- stefnu auðvaldsríkjanna í vestri var að leita í efnahags- og þjóðfélagskerfi þeirra sem var algjör andstæða við staðnað akuryrkjusamfélag kínverska keisaraveldisins. Það var útilokað að hið tvö þúsund ára gamla keisaraveldi gæti lagað sig að nýjum heimi alþjóðlegra viðskipta, auðvalds og iðnvæðingar. Keisara- veldið beið hvern ósigurinn á fætur öðrum fyrir heimsvaldastefnunni og stöðugt fleiri Kínverjar gerðu sér grein fyrir nauðsyn grundvallarbreytingar á þjóðfélagskerfinu til að Kína gæti staðið auðvaldsríkjunum á sporði. Þar kom að lokum að þjóðernissinnar steyptu keisaraveldinu árið 1911 og stofnuðu lýðveldi í Kína. Þjóðernissinnar töldu að fall keisaraveldisins myndi binda enda á niður- lægingu Kína í samskiptum við önnur ríki. Kína kæmist aftur í röð öflugustu ríkja veraldar, frelsi og lýðræði yrði tryggt og ör þróun iðnaðar, tækni og vísinda myndi færa almenningi meiri velmegun en nokkurn tíma áður í sögunni. En raunin varð allt önnur. I stað stöðugleika keisaraveldisins tók við tímabil umróts og glundroða. Þá þrjá aldarfjórðunga, sem liðnir eru frá byltingu þjóðernissinna, hafa Kínverjar reynt að finna nýtt jafnvægi, nýtt þjóðfélagskerfi sem uppfyllti drauma þeirra um auðuga framtíð. En í staðinn fyrir stöðugleika hefur hver kollsteypan fylgt annarri og Kínverjar eru ennþá meðal fátækustu þjóða veraldar. Leit þjóðernissinna að fullkomnu þjóðskipulagi Hugmyndir þjóðernissinna um öra uppbyggingu nýs og fullkomins þjóðfé- lags reyndust óraunsæjar. Það var ekki hægt að þurrka út á einni nóttu áhrif tvö þúsund ára gamals kerfis sem byggði á jafn sterkri menningarhefð og kínverska þjóðfélagið. Hugmyndir þjóðernissinna um þjóðskipulagið, sem þeir stefndu að, voru líka langt frá því að vera fullmótaðar. Mikilvægasti leiðtogi þjóðernissinnabyltingarinnar og hugmyndafræðing- ur hennar, Sun Yatsen, sem Kínverjar kalla gjarnan landsföður sinn, hafði ferðast til Japans, Bandaríkjanna og Evrópu og hann sótti hugmyndir sínar 108
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.