Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 121
Mótun nýja Kína
tóku upp loforð þjóðernissinna um skiptingu lands á milli fátækra bænda og
hrintu því í framkvæmd á svæðum sem þeir réðu. Þeir ásökuðu þjóðernis-
sinna um svik við eigin stefnu og hétu að efna upphafleg loforð þjóðernis-
sinna um sjálfstæði og sameiningu Kína, lýðræði og mannsæmandi kjör.
Kínverskir kommúnistar sóttu fyrirmyndina að draumaþjóðfélagi fram-
tíðarinnar að miklu leyti til Sovétríkjanna þótt þekking þeirra á því væri í
raun og veru af skornum skammti og að mestu komin frá öðrum. Þjóðernis-
sinnar, sem sóttu fyrirmynd sína til vestræns auðvaldsskipulags, hölluðust
hins vegar stöðugt meira til hreinræktaðs kapítalisma þrátt fyrir varnaðar-
orð Sun Yatsen um ýmsa annmarka á kapítalismanum. Þannig höfðu
andstæður heimskommúnismans og heimskapítalismans stöðugt meiri áhrif
í Kína.
Vonbrigði alþýðu manna með árangurinn af stefnu þjóðernissinna, þreyta
á blóðugum stríðum og spilling í stjórninni leiddu að lokum til þess að
kommúnistar náðu undirtökunum. Stríðið gegn japönskum innrásarher í
heimstyrjöldinni síðari varð einnig til þess að styrkja stöðu kommúnista þar
sem þeir fengu tækifæri til víðtækrar skipulagningar í sveitunum á meðan á
stríðinu stóð. Slíkt var mjög mikilvægt þar sem kínverska þjóðfélagið var
fyrst og fremst bændaþjóðfélag. Kommúnistar sameinuðu meginland Kína
að lokum undir sinni stjórn og stofnuðu Kínverska alþýðulýðveldið 1949 en
þjóðernissinnar flýðu til Taiwans.
Það er athyglisvert að eftir flóttann til Taiwans létu þjóðernissinnar
loksins verða úr því loforði sínu að tryggja öllum bændum land. Þeir settu
lög um að einungis þeir sem yrktu sjálfir land sitt hefðu rétt til eignar á því.
Ríkið keypti land ríkra landeigenda á matsverði og úthlutaði því til land-
lausra bænda. Með þessu tryggðu þjóðernissinnar sér stuðning meirihluta
Taiwanbúa. Stjórn þjóðernissinna setti líka mjög strangar reglur um fjárfest-
ingar erlendra aðila sem tryggja efnahagslegt sjálfstæði Taiwans og ríkið
hefur náið eftirlit með stórfyrirtækjum og fjármagnsstreymi. Þannig er
greinilegt að efnahagsstefna kínverskra þjóðernissinna á Taiwan byggir að
miklu leyti á upphaflegri áætlun þeirra um uppbyggingu nýs þjóðfélags í
Kína þótt hið sama sé ekki hægt að segja um lýðræðið.
Leit kommúnista að fullkomnu þjóðskipulagi
Það hefði mátt ætla að með sigri kommúnista væri leit Kínverja að nýju
þjóðfélagskerfi lokið þar sem hin sovéska fyrirmynd þeirra var fastmótuð.
En ekkert var fjær lagi. Þegar til kom reyndist sovéska fyrirmyndin ekki
fullnægja draumsýn Kínverja um fullkomið framtíðarþjóðfélag fremur en
kapítalisminn sem þjóðernissinnar höfðu leitast við að koma á.
Mao Zedong, æðsti leiðtogi kommúnista, hafði þegar fyrir valdatökuna
111