Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 121
Mótun nýja Kína tóku upp loforð þjóðernissinna um skiptingu lands á milli fátækra bænda og hrintu því í framkvæmd á svæðum sem þeir réðu. Þeir ásökuðu þjóðernis- sinna um svik við eigin stefnu og hétu að efna upphafleg loforð þjóðernis- sinna um sjálfstæði og sameiningu Kína, lýðræði og mannsæmandi kjör. Kínverskir kommúnistar sóttu fyrirmyndina að draumaþjóðfélagi fram- tíðarinnar að miklu leyti til Sovétríkjanna þótt þekking þeirra á því væri í raun og veru af skornum skammti og að mestu komin frá öðrum. Þjóðernis- sinnar, sem sóttu fyrirmynd sína til vestræns auðvaldsskipulags, hölluðust hins vegar stöðugt meira til hreinræktaðs kapítalisma þrátt fyrir varnaðar- orð Sun Yatsen um ýmsa annmarka á kapítalismanum. Þannig höfðu andstæður heimskommúnismans og heimskapítalismans stöðugt meiri áhrif í Kína. Vonbrigði alþýðu manna með árangurinn af stefnu þjóðernissinna, þreyta á blóðugum stríðum og spilling í stjórninni leiddu að lokum til þess að kommúnistar náðu undirtökunum. Stríðið gegn japönskum innrásarher í heimstyrjöldinni síðari varð einnig til þess að styrkja stöðu kommúnista þar sem þeir fengu tækifæri til víðtækrar skipulagningar í sveitunum á meðan á stríðinu stóð. Slíkt var mjög mikilvægt þar sem kínverska þjóðfélagið var fyrst og fremst bændaþjóðfélag. Kommúnistar sameinuðu meginland Kína að lokum undir sinni stjórn og stofnuðu Kínverska alþýðulýðveldið 1949 en þjóðernissinnar flýðu til Taiwans. Það er athyglisvert að eftir flóttann til Taiwans létu þjóðernissinnar loksins verða úr því loforði sínu að tryggja öllum bændum land. Þeir settu lög um að einungis þeir sem yrktu sjálfir land sitt hefðu rétt til eignar á því. Ríkið keypti land ríkra landeigenda á matsverði og úthlutaði því til land- lausra bænda. Með þessu tryggðu þjóðernissinnar sér stuðning meirihluta Taiwanbúa. Stjórn þjóðernissinna setti líka mjög strangar reglur um fjárfest- ingar erlendra aðila sem tryggja efnahagslegt sjálfstæði Taiwans og ríkið hefur náið eftirlit með stórfyrirtækjum og fjármagnsstreymi. Þannig er greinilegt að efnahagsstefna kínverskra þjóðernissinna á Taiwan byggir að miklu leyti á upphaflegri áætlun þeirra um uppbyggingu nýs þjóðfélags í Kína þótt hið sama sé ekki hægt að segja um lýðræðið. Leit kommúnista að fullkomnu þjóðskipulagi Það hefði mátt ætla að með sigri kommúnista væri leit Kínverja að nýju þjóðfélagskerfi lokið þar sem hin sovéska fyrirmynd þeirra var fastmótuð. En ekkert var fjær lagi. Þegar til kom reyndist sovéska fyrirmyndin ekki fullnægja draumsýn Kínverja um fullkomið framtíðarþjóðfélag fremur en kapítalisminn sem þjóðernissinnar höfðu leitast við að koma á. Mao Zedong, æðsti leiðtogi kommúnista, hafði þegar fyrir valdatökuna 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.