Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 122
Tímarit Máls og menningar sett fram hugmyndir um nýja tegund þjóðfélagskerfis sem skyldi komið á fyrst eftir byltinguna. Hann kallaði það nýlýðræði og lýsti ríkisvaldi þess sem alræði allrar alþýðunnar sem byggðist á bandalagi verkamanna, bænda, smáborgara og þjóðernissinnaðra auðmanna. Sovéskum kommúnistum mun hafa fundist þessi stefna minna óþægilega á stefnu rússneskra mensé- vika, (sem voru á móti öreigaalræðinu sem Lenín boðaði í Rússlandi 1917 og vildu byggja upp borgaralegt lýðræði). Sagt er að Stalín hafi grunað Mao um hægrihentistefnu og kratisma. En þegar endurreisnarstarfinu eftir byltingarstríð kommúnista gegn þjóð- ernissinnum lauk að mestu þremur árum eftir sigur kommúnista „gleymdist“ nýlýðræðið og á örfáum árum var stjórnkerfið og efnahags- kerfið umskapað að fyrirmynd Sovétríkjanna. Því var rétt nýlokið árið 1958 þegar þeir köstuðu fyrir borð sovéskættuðum efnahagsáætlunum sínum, afnámu miðstýringu efnahagskerfisins og tóku upp áætlun Stóra stökksins sem hrundi saman aðeins tveimur árum síðar. Kínverjar steyptu sér svo út í Menningarbyltinguna árið 1966 og reyndu þá m. a. að takmarka áhrif markaðsafla sem sögð voru ógnun við sósíalisma. En undir lok áttunda áratugarins var Menningarbyltingin fordæmd og markaðsöflin voru hafin til skýjanna sem eitt mikilvægasta tækið til að byggja upp sósíalisma sem hentaði kínverskum aðstæðum. Þannig hefur stefna kínverskra kommúnista við uppbyggingu nýs þjóðfé- lags sveiflast á milli að því er virðist andstæðra átta. Kínverjar hafa sjálfir átt erfitt með að útskýra þessar öfgakenndu stjórnmálasveiflur. Eftir hverja stefnubreytingu hafa stjórnvöld sagt stefnuna, sem vikið var af, „andsósíal- íska“ og „hentistefnumönnum", „auðvaldssinnum" eða jafnvel „fasistum" í flokksforystunni hefur verið kennt um. En mannabreytingar í forystu ríkisins hafa ekki orðið eins miklar og ætla mætti af þessum sviptingum. Mao Zedong var æðsti forystumaður Kínverja þar til hann lést fyrir tíu árum, sama er að segja um Zhou Enlai, og valdamesti leiðtogi Kínverja núna, Deng Xiaoping, hefur verið í forystu- hópi flokksins frá því að maoistar náðu undirtökunum 1935 ef Menningar- byltingin er undanskilin. Flestir embættismenn flokks og ríkis hafa líka verið við völd nær sleitulaust frá því 1949 þar til á allra síðustu árum. Það er því varla hægt að útskýra stefnusveiflurnar í Kína með breytingum á forystuliði flokks og ríkis einum saman. Innanflokksátök hafa vissulega verið mjög hörð í kjölfar hverrar sveiflu en þau hafa frekar verið afleiðing stefnubreytinganna en orsök þeirra. Raunveruleg orsök óstöðugleikans og þjóðfélagstilraunanna, sem kommúnistar hafa steypt kínversku þjóðinni út í á undanförnum árum, er stöðug leit Kínverja að nýju þjóðfélagskerfi sem geti komið í stað keisaraveldisins gamla. 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.