Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 131
víðtæk áhrif á ljóðin, bæði val yrkisefna
og efnistök.
Fyrri kvæði Þórarins eru á margan
hátt sérkennileg, ekki síst vegna þess
hvernig gamalt og nýtt rennur þar sam-
an. Bragarhættirnir gamlir og af sumum
taldir úreltir, en orðalagið víða svo nú-
tímalegt að slíkt hafði ekki verið notað
áður í bundnu máli. Yrkisefnið veruleiki
nútímans, en til að lýsa honum er sífellt
vísað í forn munnmæli og þjóðsögur.
Mest áberandi í þessum fyrri kvæðabók-
um Þórarins eru hnyttin og launháðsk
ádeilukvæði.
I nýju ljóðabókinni, Yddi, er líka að
finna samfélagsádeilu. Hún kemur fram
strax í fyrsta ljóði bókarinnar,
„Lensku", sem fjallar eins og nafnið ber
með sér bæði um tíðarandann og ís-
lenskt þjóðerni. Sjálfsvitund þjóðarinnar
og afstaða til landsins er blendin eins og
fram kemur í upphafsorðunum: „Land
óland/þjóð óþjóð". Deilt er á samtím-
ann, þjóðina, sem hefur brotakennda og
yfirborðslega afstöðu til sögu sinnar.
Ádrepan er alvarleg og snýst upp í al-
gjört háð í lokin.
I ljóðunum „Ekki samleið" og „Hús
næði“ er einnig verið að fjalla um samfé-
lagið og í þeim báðum er dregin upp
raunsönn mynd af íslenskri alþýðu
samtímans: hnípnir launþegar að bíða
eftir strætó að morgni dags og umkomu-
laus húsbyggjandi að guða á glugga
bankastjórans. I fyrra ljóðinu vaknar
spurning um afstöðu hins frjálsa lista-
manns, sem fer þar hjá og er á leiðinni
annað. Ádeila þessara ljóða er hljóðlát,
fáorð, en hittir engu að síður í mark.
I ljóðinu „Ráðstefna" leikur skáldið
sér að þeirri hugmynd að Guðmundur
Árnason dúllari taki ásamt mælanda
ljóðsins þátt í pallorðsumræðum eftir
ráðstefnu. Ljóðið verður tæpast skilið
Umsagnir um bakur
nema menn kunni sögur af Gvendi dúll-
ara. Hann var vel þekktur á götum bæj-
arins um aldamótin, þótti dálítið skrýt-
inn og var alkunnur af þessu dúlli sínu,
sem var einhvers konar söngl og fram-
kvæmt með þeim tilburðum sem Þórar-
inn lýsir í ljóðinu. Viðbrögð Gvendar
eru ef til vill besta og sterkasta svarið við
„Gildismati ríkisins", ekki síst þegar
verðmætamat hans er haft í huga, eins og
því er lýst í Ævisögu Árna Þórarins-
sonar eftir Þórberg. Þar kemur fram,
„hve Guðmundi voru lítils virði þeir
fjársjóðir, sem mölur og ryð fá grandað"
(bls. 24).
„Framfarir“ eru eitt eftirminnilegasta
ljóð bókarinnar, hnitmiðað og engu orði
ofaukið:
Árum saman höfum við
fylgst með hinni
markvissu baráttu
rakvélarnar sækja
alltaf nær og nær
húðinni
Síðan kemur þessi óvænta og skelfilega
athugasemd:
Guð minn góður
hvað ég kvíði þeim degi
þegar þær verða komnar
alla leið.
Þó eru það ekki ádeilukvæði sem setja
mestan svip á Ydd. Yrkisefnin eru fjöl-
breytt, en það sem tengir ljóðin saman
og einkennir bókina í heild er tilraun
skáldsins til að lýsa ýmiss konar
skynjun, tilfinningu, ef til vill því sem
hann kallar í einu ljóðinu „sjálfum hlut-
unum / áður en þeir verða yrkisefni". I
ljóðinu „Rofhrif" er lýst því sem gerist í