Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 131

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 131
víðtæk áhrif á ljóðin, bæði val yrkisefna og efnistök. Fyrri kvæði Þórarins eru á margan hátt sérkennileg, ekki síst vegna þess hvernig gamalt og nýtt rennur þar sam- an. Bragarhættirnir gamlir og af sumum taldir úreltir, en orðalagið víða svo nú- tímalegt að slíkt hafði ekki verið notað áður í bundnu máli. Yrkisefnið veruleiki nútímans, en til að lýsa honum er sífellt vísað í forn munnmæli og þjóðsögur. Mest áberandi í þessum fyrri kvæðabók- um Þórarins eru hnyttin og launháðsk ádeilukvæði. I nýju ljóðabókinni, Yddi, er líka að finna samfélagsádeilu. Hún kemur fram strax í fyrsta ljóði bókarinnar, „Lensku", sem fjallar eins og nafnið ber með sér bæði um tíðarandann og ís- lenskt þjóðerni. Sjálfsvitund þjóðarinnar og afstaða til landsins er blendin eins og fram kemur í upphafsorðunum: „Land óland/þjóð óþjóð". Deilt er á samtím- ann, þjóðina, sem hefur brotakennda og yfirborðslega afstöðu til sögu sinnar. Ádrepan er alvarleg og snýst upp í al- gjört háð í lokin. I ljóðunum „Ekki samleið" og „Hús næði“ er einnig verið að fjalla um samfé- lagið og í þeim báðum er dregin upp raunsönn mynd af íslenskri alþýðu samtímans: hnípnir launþegar að bíða eftir strætó að morgni dags og umkomu- laus húsbyggjandi að guða á glugga bankastjórans. I fyrra ljóðinu vaknar spurning um afstöðu hins frjálsa lista- manns, sem fer þar hjá og er á leiðinni annað. Ádeila þessara ljóða er hljóðlát, fáorð, en hittir engu að síður í mark. I ljóðinu „Ráðstefna" leikur skáldið sér að þeirri hugmynd að Guðmundur Árnason dúllari taki ásamt mælanda ljóðsins þátt í pallorðsumræðum eftir ráðstefnu. Ljóðið verður tæpast skilið Umsagnir um bakur nema menn kunni sögur af Gvendi dúll- ara. Hann var vel þekktur á götum bæj- arins um aldamótin, þótti dálítið skrýt- inn og var alkunnur af þessu dúlli sínu, sem var einhvers konar söngl og fram- kvæmt með þeim tilburðum sem Þórar- inn lýsir í ljóðinu. Viðbrögð Gvendar eru ef til vill besta og sterkasta svarið við „Gildismati ríkisins", ekki síst þegar verðmætamat hans er haft í huga, eins og því er lýst í Ævisögu Árna Þórarins- sonar eftir Þórberg. Þar kemur fram, „hve Guðmundi voru lítils virði þeir fjársjóðir, sem mölur og ryð fá grandað" (bls. 24). „Framfarir“ eru eitt eftirminnilegasta ljóð bókarinnar, hnitmiðað og engu orði ofaukið: Árum saman höfum við fylgst með hinni markvissu baráttu rakvélarnar sækja alltaf nær og nær húðinni Síðan kemur þessi óvænta og skelfilega athugasemd: Guð minn góður hvað ég kvíði þeim degi þegar þær verða komnar alla leið. Þó eru það ekki ádeilukvæði sem setja mestan svip á Ydd. Yrkisefnin eru fjöl- breytt, en það sem tengir ljóðin saman og einkennir bókina í heild er tilraun skáldsins til að lýsa ýmiss konar skynjun, tilfinningu, ef til vill því sem hann kallar í einu ljóðinu „sjálfum hlut- unum / áður en þeir verða yrkisefni". I ljóðinu „Rofhrif" er lýst því sem gerist í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.