Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 9
Arni Bergmann Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn Sá sem skoðar sögu sovéskra bókmennta leggur út í pólitískt ævintýri. Hætt er við því að það verði útundan hjá honum að fjalla um sérleika bók- menntanna, um nýjungar og hefð og tilraunastarfsemi. Astæðan er blátt áfram sú, að hvergi hefur hið pólitíska vald lagt sig rækilegar fram en í Sov- étríkjunum um að virkja bókmenntir í þágu sinna markmiða: fá fólkið til fylgis við byltinguna, ala það upp til þjónustu við það samfélag sem ýtti úr vör fyrir sjötíu árum. Sú saga er flóknari og litríkari en margir halda. Hún er til dæmis alls ekki bundin við hlýðni eða óhlýðni við tilskipanir valdhaf- anna. Löngu fyrir byltingu var sterk hefð fyrir því í Rússlandi, að rithöf- undurinn væri ábyrgur ráðgjafi lesendanna í lífsvanda þeirra, kennari þeirra og siðameistari. Það er styttra á milli fordæmingar nítjándualdarhöfðingj- ans Tolstojs á skáldverkum sem dægrastyttingu án siðræns boðskapar og kröfu sovéska sósíalrealismans um nytsemi og uppeldisgildi skáldskapar, en menn almennt gera sér grein fyrir. Byltingin sjálf og grimm borgarastyrjöld sem á eftir fylgdi ollu mikilli sprengingu í húsi bókmenntanna. Sumir höfundar fylltust hrolli og við- bjóði eins og Ivan Búnin lýsir í dagbók sinni, „Bölvaðir dagar“. Áður en langt um leið höfðu þeir flúið land, og skrifuðu í Berlín og París bækur og greinar um dauðateygjur þess Rússlands sem var, um söguleg svik, óskapn- að og grimmd, um Ríki Satans sem risið var í austri. Sumir fóru og komu aftur síðar eins og Alexei Tolstoj greifi. Aðrir komust í fagnaðarvímu eins og skáldið Majakovskí, höfðingi fútúrista — nú gerðist loksins eitthvað sem um munaði, nú varð allt nýtt, ljóðið, lesandinn og skáldið. Margir biðu átekta, en skrifuðu sig með einum eða öðrum hætti í sátt við Tilraun- ina miklu: þeir vissu ekki á hverju var von, en þeim var engin eftirsjá í keisarans Rússlandi, „landi þræla og landi herra“ eins og Lermontov hafði kveðið. Kannski vildu þeir sumir hverjir reyna að taka það besta úr rússn- eskri menningu með sér til nýrra tíma, miðla því til nýrra lesenda sem höfðu áður varla vitað hvað bók var. 399
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.