Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar hana yfirleitt. Við verðum að sækja fram með okkar díalektísku efnis- hyggju á sviði fagurbókmennta eins og t.d. á sviði náttúruvísinda. En við verðum einnig að finna leiðir til að taka menntamennina frá borgarastétt- inni, fá þá til að ganga í þjónustu byltingarinnar. Því þurfa menn að sýna „meðreiðarsveinunum“ (sem er m.a. lýst sem „sérfræðingum í bókmennta- tækni“) umburðarlyndi og leyfa þeim að átta sig á framvindunni. Um Or- eigahöfundana segir sem svo, að flokknum beri að styðja við bakið á þeim — um leið er fordæmd bæði „léttúðug" afstaða þeirra til menningararfs fyrri tíma og neikvæð afstaða þeirra til „sérfræðinga hins listræna orðs“. Miðstjórnin lýsir því svo yfir, að enda þótt flokkurinn geri sér ljósa grein fyrir stéttbundnum fyrirbærum í bókmenntum, þá „má hann ekki undir neinum kringumstæðum sem heild binda sig við tiltekna stefnu á sviði hins bókmenntaleg forms“ — enda sé nýr stíll í anda tímans vart orðinn til enn- þá. Af þeim sökum muni flokkurinn alls ekki leyfa sér að gefa einhverjum hópi eða samtökum einokun á sviði útgáfustarfsemi, heldur mæla með „frjálsri samkeppni milli ýmissa hópa og strauma innan bókmenntanna“. Að lokum er það svo sett sem markmið að til verði bókmenntir í senn nú- tímalegar og aðgengilegar miljónum bænda og verkamanna. Samþykktin tryggði rithöfundum ekki málfrelsi. Hún tryggði heldur ekki að Oreigahöfundar, sem áttu sér öflug samtök, hættu að hamast gegn „borgaralegum" straumum, sættu sig við það að „hundrað blóm fengju að blómstra" eins og sagt var í Kína síðar. En viðhorfin sem koma þarna fram tryggðu að minnsta kosti, að sovéskar bókmenntir voru langt fram eftir þriðja áratugnum áræðnari, gagnrýnni og fjölbreyttari en lengst af síðan. Hinsvegar er rétt að vekja athygli á því, að það umburðarlyndi við „sér- fræðinga hins listræna orðs“ sem mælt er með í samþykkt miðstjórnar Kommúnistaflokksins, er skoðað sem bráðabirgðaráðstöfun, sem áfangi á þeirri leið að bókmenntirnar þjóni kommúnísku uppeldi eins og þær eru langar til — og það í aðgengilegu formi. Sá hluti ályktunarinnar bendir svo fram til þeirra atburða að sósíalrealisminn var leiddur í lög í landinu á næsta áratug. Borgarastríðið og sannleikurinn A þessum árum skrifuðu svo til allir sovéskir rithöfundar um byltinguna og borgarastríðið. Ekki vegna þess að það væri opinber skylda heldur blátt áfram vegna þess, að með byltingunni höfðu gerst mestu tíðindi sem orðið höfðu á æfi þeirra manna sem um þær mundir voru að ganga inn í bók- menntirnar (flestir höfundar þessa tíma eru um eða innan við þrítugt), kannski mestu tíðindi veraldarsögunnar. Ekki nema von að menn vildu vinna úr slíkri reynslu. 408
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.