Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 78
Tímarit Máls og menningar óralangt frá vélrænni framfaratrú og pólitískri nytsemdarhyggju, en hafa þeim mun meiri áhuga á þeim gildum sem gera manneskjunni kleift að halda höfði í heimi sem er erfiður og háskalegur, hvernig sem þeir nú hafa reynt að leysa úr spurningum um eignarrétt á framleiðslutækjum eða skipulag vinnunnar. Sannleikurinn lifir í minninu Söknuður og um leið þung áhersla á hve dýrmætt það er og nauðsynlegt að muna mannlíf, reynslu sem gleymskan ógnar, setja mjög svip á skáldsög- urnar „Matjora kvödd“ eftir Raspútín (1976) og „Búranstöðin — Og dag- urinn er lengri en öld“ eftir Tsjingís Ajtmatov (1982). Skáldsaga Raspútíns lýsir síðasta sumrinu sem fólk býr á Matjoru, eyju í fljótinu Angara í Síbiríu — verið er að reisa mikið orkuver við Bratsk og eyjan verður kaffærð í uppistöðulóninu. Mannabyggð, sem lifað hefur í 300 ár, er dauðadæmd. Sumir láta sér fátt um finnast, ekki síst unga fólkið sem ánetjast hefur borgarys og tæknigaldri, en margir vilja helst ekki fara og það fer ekki milli mála að með þeim er öll samúð höfundar. Sagan hefst á sérkennilegri uppreisn, komnir eru menn til að saga trékrossana af leið- unum í kirkjugarðinum. Og kerlingarnar í þorpinu, sem eftir eru, hrekja þá burt með formælingum: þið eruð ekki menn að fást við að raska ró dauðra, segja þær við felmtri slegna karla sem ekki kunna aðra vörn en þá sígildu: við erum að hlýða skipunum. Fyrir konunum fer Darja gamla, en í henni lætur höfundur koma fram allan þann trega og þá reiði sem safnast hefur upp hjá honum sjálfum yfir því að kastað er fyrir róða lífsháttum sem tengja okkar tíma við líf forfeðranna um leið og þorpin eru brennd eða færð í kaf, gömlum amboðum hent og undrum náttúrunnar spillt. Hún sit- ur döpur í kirkjugarði plássins sem hún verður senn að kveðja og undrast sljóleika þeirra „sem margar kynslóðir lifðu fyrir“ og hugsar: „Sannleikur- inn lifir í minninu. Sá sem er minnislaus lifir ekki.“ I sögunni „Matjora kvödd“ greinir frá því, að andófið gegn fram- kvæmdagleðinni og breytingunum koðnar niður í vanmætti og ráðleysi. Smám saman hverfa íbúarnir á brott og öllu er brennt sem brunnið getur. En gamla Matjora, sveitaþorpið með sínar gömlu hefðir, hrósar samt sigri á sinn átt. Darja og vinir hennar hafa betur í deilum um það sem helst gefur lífinu gildi, hvort sem væri við útsendara framkvæmdavaldsins eða þá yngri kynslóðina (Andrei, sonarson Dörju). Og það kemur skýrt fram og greini- lega að talsmenn dæmigerðs sovésks hugsunarháttar (skipun er skipun, hröðum hagvextinum) hafa ekki af miklu að státa. Þorpið nýja, sem reist hefur verið á öðrum stað fyrir íbúa Matjoru er sálarlaust húsasafn af teikni- 468
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.