Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 105
Eyjan Matjora kvödd þá burt, látið það standa þar. Það kemur ykkur að notum, og barna- börnum ykkar líka. Þau verða ykkur þakklát. — Svoleiðis vélar eru ekki til, amma. Þær hafa ekki verið fundnar upp. — Þá ættuð þið að finna þær upp. Og hvort sem hún óttaðist þessi orð eða skammaðist sín fyrir þau tók hún nú aftur til máls, sáttfús og þreytuleg, um leið og hún mok- aði eldiviðarkubbum í ofninn með tréskóflu og sagði: — Þú spyrð af hverju ég vorkenni manninum. Hvernig er hægt annað en vorkenna honum? Burtséð frá drambinu fæðist hann barn og barn er hann allt sitt líf. Hvort sem hann reiðist eða fíflast er hann barn, þegar hann grætur er hann barn. Eg sé það alltaf á hon- um hvort hann grætur í laumi. Hann hefur ekki einu sinni vald yfir sjálfum sér, fjárinn hafi það. Og allt sem yfir hann dynur — það er hörmung að horfa upp á það. En áfram hendist hann . . . Ut í bláinn þýtur hann. Þar sem hægt væri að fara fetið, þar hleypur hann. Eða þá dauðinn . . . Sá er nú hræddur við dauðann, blessaður maðurinn! Þó ekki væri annað er honum vorkunn þessvegna. Enginn í heimin- um er eins hræddur við dauðann. Verri en nokkur héri, það er hann. og hvað gera menn ekki þegar þeir eru hræddir . . . Hún setti skófluna frá sér út í horn og sneri sér við. A bak við Andrei skein sólin inn um forstofugluggann sem sneri út að Angara. Það birti yfir svip hennar. — Drottinn minn! tautaði Darja skömmustuleg. Hvað er ég að rausa um dauðann . . . Eg hlýt að vera gengin af göflunum, gömul sem ég er. Það hlýt ég að vera. Sólin var að vísu föi og þreytuleg og braust gegnum dökk ský með erfiðismunum, en hún var samt þarna. Rétt fyrir sólarlag hafði hún skotist út á mjóan, heiðskíran blett á himninum og fagnaði nú nýfengnu frelsi sínu með því að ljóma og skína og lofaði að draga sig aðeins í hlé yfir nóttina og koma aftur að morgni og hefjast handa. Hanarnir göluðu bölvandi og ragnandi; skepnurnar öskruðu; ein- hversstaðar glumdi í járni, dimmt og hátíðlega. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi 495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.