Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 90
Vasilí Shúkshín Karl í krapinu Þriðji vinnuflokkur samyrkjubúsins „Jötunn“ hafði reist nýja skemmu og skilað henni af sér. Gamla skemman, sem var kirkja, var tæmd og bornar þaðan út tómar, illa lyktandi tunnur, sementspokar, kaupfélagspokar með strásykri og salti, strigahrúgur, aktygi (vinnu- flokkurinn hafði aðeins fimm hross til umráða en aktygin voru að minnsta kosti á fimmtán hesta. Það hefði svosem verið í lagi, betra að hafa of mikið en of lítið, nema hvað bölvaðar mýsnar . . . Það var sama þótt reynt væri að tjörubera aktygin og strá eitri yfir þau, allt nöguðu þær, sópa, hrífur, skóflur . . . Eftir stóð hún galtóm, kirkjan, og engum til gagns lengur. Þótt lítil væri lífgaði hún upp á þorpið (sem eitt sinn hafði tilheyrt óðali), var miðpunktur þess og sást langt að. Stjórnandi vinnuflokksins, Nikolaj Sergejevits Shúrygín, stóð nokkra stund fyrir framan kirkjuna, hugsi . . . Hann gekk að kirkjuveggnum, plokkaði úr honum múrsteina með kúbeini sem hann fann þarna af tilviljun, kveikti sér í sígarettu og fór heim. Tveimur dögum síðar hitti Shúrygín bústjórann og sagði þá við hann: — Þá er kirkjan tóm . . . — Jú,jú. — Hvað eigum við að gera við hana? — Loka henni og láta hana standa. Hvað annað svosem? — Það er í henni góður múrsteinn, ég gæti notað hann í svína- stíuna, heldur en að vera að kaupa nýjan. — Til að ná henni í sundur þyrfti fimm menn í hálfan mánuð. Það er einsog þetta sé brætt saman en ekki hlaðið. Fjandinn má vita hvernig þeir fóru að þessu. — Ég get brotið hana niður. 480
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.