Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 21
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn
streymir Don“ á margt sameiginlegt með „Stríði og friði“ Tolstojs. Þar er
sífellt verið að flétta saman sögu hins „smáa“ heims og mannkynssöguna,
stórorustur og heimiliserjur skiptast á, fjöldahreyfingar og það sem hugur
einn veit. Þar er sýnt hvernig stéttaátök, styrjöld og bylting breyta lífi lítils
samfélags, ryðjast inn í líf einstaklinga, ráða gæfu þeirra eða illu gengi. Ast-
ir þeirra Grígorís Melekhovs og Axínju, giftrar konu, er kjarni frásagnar-
mnar, má vera að þær séu sá þráður sem sterkastur er í heimi sem er að
sundrast. Um leið er gefin heilleg lýsing á kósakkaþorpinu, siðum þess og
sérleika, Rússlandi keisarans upp úr aldamótum, sem heimsstyrjöldin leik-
ur grátt og svo er lýst ítarlega og m.a. með verulegum tilvísunum í skjöl og
aðrar heimildir, stríði rauðliða og hvítliða á árunum 1918-1921.
Grígorí Melekhov er aðalpersóna sögunnar, sá sem á kvölina og völina.
Hann hefur ungur brotið af sér gegn feðraveldinu með ástarævintýri þeirra
Axínju, og margt fleira á hann eftir að iðja sem kemur honum á skjön við
það vald sem mestu ræður á hverjum stað og tíma. Hann er kvaddur í her-
inn þegar heimsstyrjöldin hefst, og þegar líður að byltingunni 1917 er hann
stríðsþreyttur orðinn og tekur því vel þegar keisaranum er steypt. Þegar
svo borgarastyrjöld hefst í suðurhéruðum landsins snýst hann eftir nokk-
urt hik gegn bolsévikum og berst með hinum hvíta her Deníkins. I raun-
ínni getur hann hvorugum lotið, eins og margir aðrir kósakkar óttast hann
að með valdi bolsévika verði endi bundinn á sérstöðu og frelsi kósakkanna,
á hinn bóginn skynjar hann betur en liðsforingjar hvítliða að ekki er hægt
að reisa við það gamla Rússland. Helst vildu kósakkar fá að vera út af fyrir
sig — sumir þeirra láta sig dreyma um að segja sig úr lögum bæði við hvíta
og rauða og stofna sérstakt kósakkalýðveldi við Don.
Þegar leifar hvíta hersins hörfa undan byltingarsveitum frá Svartahafs-
ströndum (næsti áfangastaður Konstantínópel) verður Grígorí eftir — og
gengur í lið með hinu Rauða riddaraliði Búdjonnís. En hann er tortryggður
sem fyrrverandi liðsforingi uppreisnarmanna gegn Sovétstjórn og sendur
heim. Þar hefur mágur hans og góðvinur áður fyrr tekið við stjórn þorps-
ms. Hann gerir Grígorí lífið leitt með ýmsum ráðum. Grígorí flýr og geng-
ur enn á ný í lið með gagnbyltingarsveitum sem nú boða hina undarlegu
kenningu að þær séu „með sovétvaldi en gegn kommúnistum“. Enn er
Grígorí í flokki þeirra sem tapa. Hann hefur í sjö ár barist á öllum hugsan-
legum vígstöðvum, hugrekki hans og manndómi hefur verið sóað til einsk-
is. Helst vildi hann snúa heim í þorp sitt til friðsælla starfa — en kona hans
og foreldrar eru látin, Axínja verður fyrir skoti þegar þau reyna að flýja
saman og lætur svo líf sitt. Að lokum stendur hann á þröskuldi hálfhrunins
húss síns og eini tengiliður hans við þennan heim er sonur hans ungur.
Hvað svo verður veit enginn.
411