Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 39
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn
hetjusögu er blátt áfram það, að hún er skrifuð inn í svarthvíta heimsmynd.
Helvíti — það eru hinir, hið illa er rækilega neglt upp við nasista og þeirra
hernað gegn Sovétríkjunum. En sovésku persónurnar eru allar tilbrigði við
sanna hugprýði og göfugmennsku. Allir eru samstíga í því að harka af sér
raunir og leggja sig alla fram til að sigur vinnist sem skjótast. Allir leggjast á
eitt um að hjálpa Alexei Merésév til lífs og afreka. Sveltandi bændur í felum
sem gefa honum síðasta æta bitann, læknar á hersjúkrahúsinu, kommúnist-
inn í næsta rúmi, sem er öllum stofufélögum sínum betri en nokkur faðir
og deyr með uppörvandi spaugsyrði á vör. Að ógleymdum stúlkunum sem
aldrei munu bregðast limlestum og skaðbrenndum unnustum sínum í hern-
um. Eini maðurinn sem þarf að endurhæfa í siðgæði er stríðshetjan Strús-
hkov, sem lítur niður á konur og heldur að þær séu allar auðveld bráð —
fær hann að vonum makleg málagjöld áður en lýkur þegar sönn ást grípur
hann sjálfan heljartökum. Tregða skriffinna í hernum við að leyfa fótalaus-
um manni að fljúga er svo tiltölulega auðveld viðureignar eftir það sem á
undan er gengið.
Það var bæði þá og síðar eftirtektarverð þrautalending höfunda sem
skrifuðu samtímasögur, að til að forðast átök milli persóna, vandkvæði sem
áttu sér stoð í sovésku samfélag sjálfu, létu þeir hetjuna glíma við eitthvað
sem að utan kemur, eitthvað sem ekki var hægt að skrifa á sovéska ábyrgð:
andstæðingarnir eru herir Hitlers, eða þá (þegar komið fram fram á daga
kalda stríðsins) útsendarar heimsauðvaldsins — eða þá skógarbrunar, flóð
og aðrar náttúruhamfarir.
Nú veit enginn lengur hve einlægar þessar bókmenntir voru. Vitaskuld
vissu allir höfundar hve þröngur stakkur þeim var sniðinn — en á hitt er að
líta, að þeir yngri þekktu vart annað en strangt eftirlit, þeir voru börn Stal-
ínstímans og höfðu engan samanburð við aðra tíma — og síðan er það
gamall og nýr sannleikur að flestir gefast upp við að lifa tvöföldu lífi við
aðstæður sem þessar, þeir aðlagast hinum opinbera sannleika, sem þeir
verða sífellt að tönnlast á sjálfir. Sjálfgert líka, að flestir þokuðu því til hlið-
ar í huganum sem óþægilegt var, vegna þess að hinn sovéski þegn vissi sig
máttvana, ómyndugan, hann var ekki annað en skrúfa í vél sem verkfræð-
ingurinn mikli, Jósep Stalín, hafði saman sett og stjórnaði. Fyrir nú utan
það, að ríki leynilögreglunnar, Gúlagið, var sveipað myrkri þagnar — hver
og einn gat vitað af einstaklingum sem þangað hurfu, en enginn hafði yfir-
sýn yfir það hvílíkt flæmi Gúlagið var.
Þessi ár var Stalín víða nálægur í bókmenntunum, sögupersónurnar urðu
gjarna á vegi hans og hann sagði eitthvað við þær sem var þeim stórkostlegt
og ógleymanlegt — hversu hvunndagslegt sem lesendum utan hringsins
sovéska kann að finnast. Það voru líka ort um hann Ijóð og drápur — þegar
429