Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar
— Bjánaskapur og vitleysa, sagði afgreiðslustúlkan og fór ekki
dult með fyrirlitningu sína.
— Hvernig þá? Shúrygín hætti að brosa.
— Var hún eitthvað fyrir þér þar sem hún stóð?
— Til hvers átti hún að standa þarna ónotuð? Við fáum þó úr
henni múrstein . . .
— Og þú gast náttúrlega hvergi fengið múrstein, greyið! Fáviti.
— Herfa! hreytti Shúrygín út úr sér og var líka reiður. Þér er
betra að þegja um það sem þú skilur ekki.
— Reyndu bara að vekja mig einu sinni enn að næturlagi, reyndu
það bara, ég skal sýna þér í tvo heimana! Herfa . . . Þú ættir skilið
kjaftshögg fyrir að kalla mig herfu. Eg skal gefa þér einn ærlegan á
kjammann, þá færðu að sjá hver er herfa.
Shúrygín gerði sig líklegan til að uppnefna konubjánann enn frek-
ar, en þá bar þar að kerlingar sem allsstaðar voru með nefið niðri í
öllu.
— Láttu mig hafa flösku.
— Já, farðu og skolaðu kverkarnar, sagði einhver fyrir aftan
hann. Þær hljóta að vera skrælþurrar.
— Auðvitað! Löðrandi í ryki!
— Andskotann klæjaði í lófana . . .
Shúrygín hvessti augun á kerlingarnar, en þær voru margar og
borin von að hann gæti kveðið þær í kútinn. Það kom honum líka á
óvart hve reiðar þær voru, þær hötuðu hann í alvöru. Hann tók
flöskuna og fór út úr búðinni. Sneri sér við í gættinni og sagði:
— Eg skal snúa upp á skottin á ykkur!
Og flýtti sér burt.
A leiðinni tautaði hann reiðilega fyrir munni sér: „Það er ekki
einsog þær hafi verið svo kirkjuræknar, þessar afætur, en núna geta
þær djöflast í manni. Meðan hún stóð uppi var öllum sama, en nú er
fjandinn laus.“ Þegar Shúrygín kom þangað sem kirkjan hafði verið
nam hann staðar og virti lengi fyrir sér krakkana sem rótuðu þar í
múrsteinahrúgunni. Horfði á þá og róaðist. „Þau muna eftir þessu
þegar þau verða stærri: Við sáum þegar kirkjan var rifin, segja þau
þá. Eg man sjálfur eftir því þegar Vasja Dúkhanín reif niður kross-
inn. Og núna hrundi hún öll. Auðvitað muna þau það. Segja svo
484