Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar — Bjánaskapur og vitleysa, sagði afgreiðslustúlkan og fór ekki dult með fyrirlitningu sína. — Hvernig þá? Shúrygín hætti að brosa. — Var hún eitthvað fyrir þér þar sem hún stóð? — Til hvers átti hún að standa þarna ónotuð? Við fáum þó úr henni múrstein . . . — Og þú gast náttúrlega hvergi fengið múrstein, greyið! Fáviti. — Herfa! hreytti Shúrygín út úr sér og var líka reiður. Þér er betra að þegja um það sem þú skilur ekki. — Reyndu bara að vekja mig einu sinni enn að næturlagi, reyndu það bara, ég skal sýna þér í tvo heimana! Herfa . . . Þú ættir skilið kjaftshögg fyrir að kalla mig herfu. Eg skal gefa þér einn ærlegan á kjammann, þá færðu að sjá hver er herfa. Shúrygín gerði sig líklegan til að uppnefna konubjánann enn frek- ar, en þá bar þar að kerlingar sem allsstaðar voru með nefið niðri í öllu. — Láttu mig hafa flösku. — Já, farðu og skolaðu kverkarnar, sagði einhver fyrir aftan hann. Þær hljóta að vera skrælþurrar. — Auðvitað! Löðrandi í ryki! — Andskotann klæjaði í lófana . . . Shúrygín hvessti augun á kerlingarnar, en þær voru margar og borin von að hann gæti kveðið þær í kútinn. Það kom honum líka á óvart hve reiðar þær voru, þær hötuðu hann í alvöru. Hann tók flöskuna og fór út úr búðinni. Sneri sér við í gættinni og sagði: — Eg skal snúa upp á skottin á ykkur! Og flýtti sér burt. A leiðinni tautaði hann reiðilega fyrir munni sér: „Það er ekki einsog þær hafi verið svo kirkjuræknar, þessar afætur, en núna geta þær djöflast í manni. Meðan hún stóð uppi var öllum sama, en nú er fjandinn laus.“ Þegar Shúrygín kom þangað sem kirkjan hafði verið nam hann staðar og virti lengi fyrir sér krakkana sem rótuðu þar í múrsteinahrúgunni. Horfði á þá og róaðist. „Þau muna eftir þessu þegar þau verða stærri: Við sáum þegar kirkjan var rifin, segja þau þá. Eg man sjálfur eftir því þegar Vasja Dúkhanín reif niður kross- inn. Og núna hrundi hún öll. Auðvitað muna þau það. Segja svo 484
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.