Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 37
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn inu, og á sviði mennta og lista var hert meir en nokkru sinni fyrr á kröfum um flokkshollustu, um beina og skilyrðislausa hlýðni við pólitíska nyt- semi. Enn og aftur voru ítrekaðar kröfur um sósíalrealisma í bókmenntum sem væri jákvæður og uppbyggilegur og auðskiljanlegur. Arin 1946 og 1948 voru farnar tvær herferðir til að fylgja þessum kröfum eftir og stýrði þeim áðurnefndur Andrei Zhdanov, menningarstjóri flokksins. Ritstjórar, leik- hússtjórar og fleiri ábyrgðarmenn voru teknir til bæna fyrir að sýna ekki nægan sóma verkum um samtímann sem sýni „hinn sovéska mann og hans siðferðilegu kosti í fullri stærð“ eins og gjarna var að orði kveðið. I fyrri herferðinni voru tveir rithöfundar lagðir á höggstokkinn öðrum til varnað- ar. Skáldkonan Anna Akhmatova var gerð að einskonar galdranorn þeirrar villu að dýrka „listina fyrir listina", og halda fram í ljóðum munúð, dapur- leika, dulhyggju og pólitísku sinnuleysi. „Hér höfum við hinn þrönga og guðs volaða skáldskaparheim taugastrekktrar frúar, sem er á þönum milli dyngju sinnar og bænahúss," sagði Zhdanov og þóttist góður með sig. Hinn höfundurinn var Mikhaíl Zosjsenko, sem varð þegar á þriðja áratugn- um frægur fyrir ádrepur um hinn sovéska smáborgara á fáránlegu flakki milli heimskulegra tilskipana og stofnana. Zosjsenko var sekur fundinn um að hafa haldið áfram að fikra sig eftir sama streng og hefði hann farið með níð um hina sovésku þjóð í nýlegum sögum sínum. Þessir höfundar voru reknir úr Rithöfundasambandinu og verk þeirra sáust ekki á prenti fyrr en meir en áratug síðar. Ekki nóg með það. Margreyndur kommúnisti, Alexandr Fadejev, með- limur í miðstjórn flokksins og formaður Rithöfundasambandsins, hafði ár- ið 1945 gefið út vinsæla skáldsögu, „Unga varðliðið". Hún lýsir hópi ungl- inga sem mynduðu með sér andspyrnuhreyfingu á hernámssvæði Þjóð- verja, gerðu þeim margar skráveifur en náðust og létu líf sitt með sóma eftir harðar raunir í pyntingaklefum Gestapó. Skáldsaga þessi byggði á raun- verulegum atburðum. En tveim árum síðar var Fadejev sakaður um alvar- legar hugmyndafræðilegar villur — hann hafði lýst samtökum unglinganna sem sjálfsprottinni hreyfingu, vanrækt að láta það koma fram, að Komm- únistar, starfandi neðanjarðar, hefðu leiðbeint þeim. Fadejev hlýddi og breytti skáldsögunni með því að setja þar inn nokkra góða flokksmenn og gera áhrif þeirra sem mest — hin nýja gerð kom út árið 1951. Þessi gauragangur bar afar skýr skilaboð: það verður hvergi slakað á klónni. Ekkert umburðarlyndi við þá sem ekki ganga í takt við alla hina. Arið 1948 var svo hnykkt á með samþykktum Rithöfundasambandsins gegn „formalisma, fagurkerahyggju og borgaralegri heimsbórgarastefnu". Síðasta skammaryrðið vísaði til þess, að ofan á fyrri einstefnu í túlkun á 427
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.